Ég er með stíflað nef og kvef.
Af því leiðir að ég er með hræðilegan hausverk
Og augun á mér eru þurr.
Og rauð og sjúskuð.
Og íbúðin mín er skítug
Og to do listinn minn í vinnunni er komin yfir heila blaðsíðu og stækkaði í dag þrátt fyrir að ég hafi verið á fullu.
Og mér leiðist.
Og ég nenni ekki að taka til,
en verð eiginlega samt að gera það í dag
Oooooooooooo
There, I said it…
Það hefur áður verið [skjalfest hér](https://www.eoe.is/gamalt/2003/07/10/22.27.06/) að ég tek veikindum ekkert alltof vel. Ég fer niður í alveg ömurlega sjálfsvorkunn og gleymi öllu því góða og sannfærist um að allt sé ömurlegt.
En þessi veikindi eru allavegana ekkert miðað við hin stórkostlegu [ömuglegheit sem ég upplifið í síðustu veikindum](https://www.eoe.is/gamalt/2006/09/30/7.45.21/). Sjitt hvað það var leiðinlegt. Og vá hvað þessi færsla er leiðinleg. Góðar stundir.
úff hvað ég skil þig .. ég verð ótrúlega svartsýn eitthvað þegar ég er veik.. og.. þú ert karlmaður.. þið eigið alltaf aðeins meira bágt heldur en við sterkara kynið þegar þið verðið veikir.
Ekki nema að þetta sé allt act til að við séum að hjúkra ykkur *hux* 😉
Ég er að byrja minn þriðja dag frá vinnu, og missti þar að auki úr tvo daga í síðustu viku. I feel your pain. :confused:
Ég er á leiðinni kvefaður í djamm sumarbústaðarferð. Það verður fjör! :biggrin2: