Djöfull og dauði!

Reiði er sennilega ekki nógu sterkt orð til að lýsa því hvernig mér líður núna. Ósanngirni er sennilega ekki heldur nógu sterkt orð til að lýsa því að Liverpool gerði bara jafntefli við Newcastle í kvöld.

Liverpool yfirspilaði Newcastle gjörsamlega. Dietmar Hamann og Steven Gerrard voru stórkostlegir á miðjunni og stjórnuðu þar öllu, sem þeir vildu. Owen hefði átt að skora tvö mörk í viðbót og Heskey hefði átt að skora tvö og Diouf eitt. Í staðinn, þá skoraði leiðinlegasti framherji allra tíma (fyrir utan Niall Quinn), Alan Shearer heppnismark og jafnaði leikinn.

Fyrir þennan leik, þá hélt ég að það væri ekki hægt að brjóta plastflöskur, en samt þá tókst mér að brjóta eina slíka eftir að ég hafði hent henni þrisvar af ógnarkrafti í gólfið (á sama tíma og ég öskraði “Djöfulsins kjaftæði” og “Andskotans heppni”).

Núna er það því þannig að Liverpool hefur tapað tveim unnum leikjum niður í jafntefli og það er alls ekki nógu gott. Liðið er að spila mun skemmtilegri fótbolta en í fyrra en á móti kemur að í fyrra sá maður liðið nær aldrei tapa niður forystu.

Það versta er að núna eru landsleikir um helgina og því fær maður ekki að sjá Liverpool aftur fyrr en í næstu viku. Þessi leikur mun því angra mig þangað til.

Ég er ennþá bandbrjálaður!

DDDDDDJJJJJJÖÖÖÖÖÖÖÖFFFFFFFFUUUUUUUUUULLLLLLLLLLLLLLLLL og dauði!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Djöfull og dauði!

Reiði er sennilega ekki nógu sterkt orð til að lýsa því hvernig mér líður núna. Ósanngirni er sennilega ekki heldur nógu sterkt orð til að lýsa því að Liverpool gerði bara jafntefli við Newcastle í kvöld.

Liverpool yfirspilaði Newcastle gjörsamlega. Dietmar Hamann og Steven Gerrard voru stórkostlegir á miðjunni og stjórnuðu þar öllu, sem þeir vildu. Owen hefði átt að skora tvö mörk í viðbót og Heskey hefði átt að skora tvö og Diouf eitt. Í staðinn, þá skoraði leiðinlegasti framherji allra tíma (fyrir utan Niall Quinn), Alan Shearer heppnismark og jafnaði leikinn.

Fyrir þennan leik, þá hélt ég að það væri ekki hægt að brjóta plastflöskur, en samt þá tókst mér að brjóta eina slíka eftir að ég hafði hent henni þrisvar af ógnarkrafti í gólfið (á sama tíma og ég öskraði “Djöfulsins kjaftæði” og “Andskotans heppni”).

Núna er það því þannig að Liverpool hefur tapað tveim unnum leikjum niður í jafntefli og það er alls ekki nógu gott. Liðið er að spila mun skemmtilegri fótbolta en í fyrra en á móti kemur að í fyrra sá maður liðið nær aldrei tapa niður forystu.

Það versta er að núna eru landsleikir um helgina og því fær maður ekki að sjá Liverpool aftur fyrr en í næstu viku. Þessi leikur mun því angra mig þangað til.

Ég er ennþá bandbrjálaður!

DDDDDDJJJJJJÖÖÖÖÖÖÖÖFFFFFFFFUUUUUUUUUULLLLLLLLLLLLLLLLL og dauði!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Liverpool eftir þrjá leiki

Þá eru þrír leikir búnir í enska boltanum og er Liverpool í öðru sæti. Ég er búinn að horfa á alla leikina í sjónvarpinu, nú síðast á Blackburn-Liverpool.

Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast á þessu tímabili. Ég tel ennþá að Liverpool vanti menn á vængina. Reyndar er Danny Murphy að koma inn gríðarlega sterkur á hægri vængnum og Riise er búinn að skora tvö mörg af vinstri vængnum. Hins vegar var það augljóst í leiknum á móti Blackburn að Damien Duff væri hin fullkomna viðbót við leikmannahóp Liverpool. Hvað eftir annað olli hann Xavier vandræðum á vinstri kantinum og hann átti þátt í báðum mörkum Blackburn.

Draumur minn er að sjá hann í Liverpool búning fyrir helgina, en mér finnst það afar ólíklegt. Ég er sáttur við 9 af 11 stöðum í liðinu. Það er erfitt að styrkja vörnina og sóknarmennirnir eru í heimsklassa. Miðjan er líka sterk með Hamann og Gerrard. Það er svo spurning hvort ekki sé hægt að kaupa sókndjarfa vængmenn. Ef það gerðist þá myndi ég verða talsvert bjartsýnnari.

Annars varðandi leikinn í kvöld, þá var ég sæmilega ánægður. Ég hélt að Liverpool myndi stela sigrinum þegar Riise skoraði seinna mark Liverpool en svo kom einhver óþekktur Ítalabjáni og jafnaði. Ég hafði hins vegar búist við því að þetta yrði erfiður leikur, þar sem Blackburn er með mjög sterkt lið. Ef að þeir halda sínum bestu mönnum ómeiddum, þá geta þeir unnið öll liðin í deildinni.

Á mánudaginn er svo annar erfiður leikur, á móti Newcastle á Anfield. Þá er spurning hvort einhverjir nýjir hafi bæst í hópinn, en frestur til leikmannakaupa rennur út um helgina.

Liverpool eftir þrjá leiki

Þá eru þrír leikir búnir í enska boltanum og er Liverpool í öðru sæti. Ég er búinn að horfa á alla leikina í sjónvarpinu, nú síðast á Blackburn-Liverpool.

Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast á þessu tímabili. Ég tel ennþá að Liverpool vanti menn á vængina. Reyndar er Danny Murphy að koma inn gríðarlega sterkur á hægri vængnum og Riise er búinn að skora tvö mörg af vinstri vængnum. Hins vegar var það augljóst í leiknum á móti Blackburn að Damien Duff væri hin fullkomna viðbót við leikmannahóp Liverpool. Hvað eftir annað olli hann Xavier vandræðum á vinstri kantinum og hann átti þátt í báðum mörkum Blackburn.

Draumur minn er að sjá hann í Liverpool búning fyrir helgina, en mér finnst það afar ólíklegt. Ég er sáttur við 9 af 11 stöðum í liðinu. Það er erfitt að styrkja vörnina og sóknarmennirnir eru í heimsklassa. Miðjan er líka sterk með Hamann og Gerrard. Það er svo spurning hvort ekki sé hægt að kaupa sókndjarfa vængmenn. Ef það gerðist þá myndi ég verða talsvert bjartsýnnari.

Annars varðandi leikinn í kvöld, þá var ég sæmilega ánægður. Ég hélt að Liverpool myndi stela sigrinum þegar Riise skoraði seinna mark Liverpool en svo kom einhver óþekktur Ítalabjáni og jafnaði. Ég hafði hins vegar búist við því að þetta yrði erfiður leikur, þar sem Blackburn er með mjög sterkt lið. Ef að þeir halda sínum bestu mönnum ómeiddum, þá geta þeir unnið öll liðin í deildinni.

Á mánudaginn er svo annar erfiður leikur, á móti Newcastle á Anfield. Þá er spurning hvort einhverjir nýjir hafi bæst í hópinn, en frestur til leikmannakaupa rennur út um helgina.

Liverpool, Arsenal og Man United

Enski boltinn er að byrja um helgina og mig er farið að hlakka mikið til. Það er ljóst að þrjú bestu liðin eru Liverpool, Arsenal og Manchester United. Það er gaman að velta sér fyrir liðunum og því hverjir hafa bestu leikmennina í hverri stöðu.

Ég geri ráð fyrir því að liðsuppstillingarnar verði á eftirfarandi veg:

Liverpool: Dudek, Carragher, Hyppia, Henchoz, Babbel, Riise, Hamann, Gerrard, Diouf, Heskey, Owen

Arsenal: Seaman, Cole, Keown, Campbell, Lauren, Pires, Vieira, Ljungberg, Wiltord, Henry, Bergkamp

Manchester United: Barthez, Silvestre, Ferdinand, Brown, Neville, Giggs, Keane, Veron, Beckham, van Nilsteroy, Solskjaer

Það er gaman að velta sér upp hverjir séu bestir í sinni stöðu.

Markmaður: Það er enginn vafi að Jerzy Dudek er besti markmöðurinn í ensku úrvalsdeildinni. Seaman er gamall og Barthez er alltof mistækur.

Vinstri bakvörður: Þar er Cole, að mínu mati, sterkastur. Carragher er betri varnarmaður en hann, en Cole er mun betri þegar hann kemur með boltann fram á völlinn. Silvestre hefur aldrei heillað mig

Miðvörður nr.1: Þarna eru samankomnir þrír bestu varnarmennirnir í deildinni. Að mínu mati er Campbell sístur af þeim þremur. Hyppia hefur vinninginn núna, vegna þess að hann er fyrirliði liðsins og mikill leiðtogi. Það er þó ljóst að Ferdinand gæti orðið besti varnarmaður heims í framtíðinni.

Miðvörður nr.2: Þetta er einn af veiku pörtunum í United liðinu. Fyrir utan Ferdinand, þá eru Blanc og Brown að berjast um stöðuna og hvorugur þeirra er nógu góður. Henchoz nær ótrúlega vel saman við Hyppia og þeir mynda því saman öflugasta miðvarðaparið. Hins vegar er Keown að mínu matri sterkari.

Hægri bakvörður: Það er dálítið erfitt að fullyrða um þá stöðu. Að mínu mati er Markus Babbel betri en Neville og Lauren en hins vegar er Babbel búinn að vera lengi frá. Ég treysti því þó að hann sé búinn að ná sér og verði besti hægri bakvörðurinn í deildinni.

Vinsri kantur: Þarna er enginn vafi á því að Pires er talsvert betri en Riise og Giggs.

Miðjumaður nr.1: Þarna eru saman komnir þrír bestu miðjumenn í enska boltanum, geðsjúklingarnir Keane og Vieira ásamt Gerrard. Það er ljóst að í framtíðinni getur Gerrard orðið einn allra besti miðjumaðurinn í heimi. Núna er það hins vegar Vieira, sem er bestur.

Miðjumaður nr.2: Veron olli gríðarlegum vonbrigðum á síðasta tímabili. Ég hef þó enn trú á því að hann nái að sýna sig enda er hann einn af bestu miðjumönnum í heimi. Að mínu mati mun hann vera sterkari en Ljungberg og Hamann.

Hægri kantur: Þetta er auðvelt val, alveg einsog með vinstri kantinn. Beckham er betri en Diouf og Wiltord. Diouf er þó aðeins tvítugur og hann gæti komið töluvert á óvart á tímabilinu.

Sóknarmaður nr.1: Þrír bestu framhjernarir í enska boltanum eru Owen, Henry og van Nilsteroy. Ég er á því að Owen sé bestur af þeim. Henry er alltaf að koma sér í vandræði og hann brennir af of mörgum dauðafærum. Van Nilsteroy skorar mikið en honum tókst hins vegar ekki að skora neitt í undankeppni HM og því komst Holland ekki á HM. Fyrir það fyrirgef ég honum ekki.

Sóknarmaður nr.2: Ég er ekki mesti aðdáandi Emile Heskey og að mínu mati er Solskjaer ekkert neitt sérstaklega góður. Bergkamp var lengi vel (áður en hann fór til Arsenal) einn af mínum uppáhaldsleikmönnum og ég held að hann verði betri en hinir tveir.

Þannig að ef stöðurnar eru bornar saman, þá eru 4 leikmenn frá Liverpool: Dudek, Hyppia, Babbel og Owen. 5 leikmenn frá Arsenal: Keown, Cole, Pires, Vieira og Berkamp. 2 leikmenn frá Manchester United: Beckham og Veron.

Roy Keane

Ég hef lengi haldið því fram að Roy Keane sé geðveikur.

Hann virðist nú hafa sannað þá kenningu mína með því að rita um það í ævisögu hvernig hann vísvitandi reyndi að meiða Alf Inge Haaland í leik í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta mál byrjaði allt með því að Keane reyndi að brjóta á Haaland þegar Norðmaðurinn lék með Leeds. Keane tókst ekki betur upp en það að hann meiddist sjálfur. Haaland rauk upp og messaði yfir Keane og skammaði hann fyrir að vera að gera sér upp meiðsli. Keane var hins vegar illa meiddur og missti af öllu keppnistímabilinu.

Keane fyrirgaf Haaland aldrei það að hafa staðið yfir honum og því var hann ákveðinn í að hefna sín. Hann hefur nú viðurkennt að hafa vísvitandi ætlað að meiða Haaland þegar þeir mættust rúmu ári síðar. Keane, sem átti engan möguleika að ná boltanum sparkaði þá í hné Haaland, sennilega eitt ljótasta brot, sem sést hefur.

Keane segir í bókinni um brotið

I’d waited long enough. I f****** hit him hard. Take that you c***

Eftir þessa tæklingu, sem átti sér stað fyrir tæpum tveim árum hefur Haaland nánast ekkert getað spilað fótbolta.

Það er augljóst að menn, sem gera svona hluti eiga ekkert erindi í efstu deild enska fótboltans. Að mínu mati ætti að útiloka Keane frá keppni það sem eftir er tímabilsins, svipað og var gert fyrir hinn geðsjúklinginn hjá United, Eric Cantona.

Þar sem Keane spilar fyrir Manchester United verður þó sennilega ekkert gert í málinu.

Hér er pistill á Soccernet um málið

Sagan í myndum á BBC

Ferdinand, Campbell og Hyppia

Þá er Manchester United búið að kaupa nýjan varnarmann á 30 milljónir punda og allir eru farnir að spá þeim titlinum. Menn gleyma oft að hinir þrír mennirnir í vörninni, Neville, Silvestre og Brown eru ekki nema meðalleikmenn og markvörðurinn Barthez er trúður, sem gerir alltof mörg mistök.

Philip Cornwall á Football365 ber saman þrjá bestu varnarmennina í enska boltanum: Sami Hyppia, Sol Campbell og Rio Ferdinand. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að Hyppia sé besti varnarmaðurinn í enska boltanum og er ég honum hjartanlega sammála. Þess má geta að Hyppia kostaði tíu sinnum minna en Ferdinand.

Þess má einnig geta að öll vörnin hjá Liverpool (sem var sú besta á Englandi í fyrra) kostaði helmingi minna en bara Ferdinand. Dudek (besti markvörður í enska boltanum) kostaði 5 milljónir punda, Henchoz og Hyppia samtals 6 milljónir, Babbel var ókeypis og Riise kostaði 4 milljónir. Samtals gerir þetta 15 milljónir punda, sem er sama og hálfur Ferdinand.

Ég er orðinn mjög spenntur fyrir enska boltanum en hann byrjar að rúlla eftir nokkrar vikur. Ég er ánægður með nýju mennina hjá Liverpool (Diouf gæti verið svakalega góð kaup) en enn vantar, að mínu mati, mann á hægri vænginn. Ég hefði verið til í að sjá Lee Bowyer þar, en ekkert varð úr því. Fyrir utan hægri vænginn þá er ég ánægður með liðið. Danny Murphy er þó sterkur og eins hef ég alltaf haft trú á Smicer, þrátt fyrir að hann sé afskaplega óáreiðanlegur.

Ferdinand, Campbell og Hyppia

Þá er Manchester United búið að kaupa nýjan varnarmann á 30 milljónir punda og allir eru farnir að spá þeim titlinum. Menn gleyma oft að hinir þrír mennirnir í vörninni, Neville, Silvestre og Brown eru ekki nema meðalleikmenn og markvörðurinn Barthez er trúður, sem gerir alltof mörg mistök.

Philip Cornwall á Football365 ber saman þrjá bestu varnarmennina í enska boltanum: Sami Hyppia, Sol Campbell og Rio Ferdinand. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að Hyppia sé besti varnarmaðurinn í enska boltanum og er ég honum hjartanlega sammála. Þess má geta að Hyppia kostaði tíu sinnum minna en Ferdinand.

Þess má einnig geta að öll vörnin hjá Liverpool (sem var sú besta á Englandi í fyrra) kostaði helmingi minna en bara Ferdinand. Dudek (besti markvörður í enska boltanum) kostaði 5 milljónir punda, Henchoz og Hyppia samtals 6 milljónir, Babbel var ókeypis og Riise kostaði 4 milljónir. Samtals gerir þetta 15 milljónir punda, sem er sama og hálfur Ferdinand.

Ég er orðinn mjög spenntur fyrir enska boltanum en hann byrjar að rúlla eftir nokkrar vikur. Ég er ánægður með nýju mennina hjá Liverpool (Diouf gæti verið svakalega góð kaup) en enn vantar, að mínu mati, mann á hægri vænginn. Ég hefði verið til í að sjá Lee Bowyer þar, en ekkert varð úr því. Fyrir utan hægri vænginn þá er ég ánægður með liðið. Danny Murphy er þó sterkur og eins hef ég alltaf haft trú á Smicer, þrátt fyrir að hann sé afskaplega óáreiðanlegur.

Þunglyndið búið

YEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!

Þetta er sennilega það eina, sem nágrannarnir mínir heyrðu í gær. Þegar fimm mínútur voru eftir af Liverpool-Manchester United skoraði Danny Murphy glæsilegt mark og tryggði Liverpool sigurinn. Ég hoppaði 5 sinnum og öskraði Yes! jafnoft.

Furðulegt hvað allt þunglyndið, sem ég tengdi við knattspyrnu hverfur fljótt þegar Liverpool vinnur United.

Það kemur mér líka alltaf jafnmikið á óvar hvað ég hata United mikið. Ég held til dæmis að ég hati engan knattspyrnumann jafnmikið og Roy Keane. Leiðinlegri leikmaður er vart til á þessari jörð.

Fyndið hvað aðdáendur liðanna sjá hlutina með öðrum augum. Ég var pirraður einsog vanalega á því hve oft er dæmt á Emile Heskey. Ég var búinn að smíða Heskey lögmálið, en það er eitthvað á þessa leið: “Ef tveir leikmenn berjast um boltann og annar þeirra heitir Emile Heskey skal undantekningalaust dæmd aukaspyrna á Heskey”. United aðdáendur kvarta hins vegar yfir því að það hafi aldrei verið dæmt á Heskey í leiknum.

Það var líka dálítið fyndið að lesa hinn ætíð tapsára Alex Ferguson vera að kvarta eftir leikinn. Hann sagði: “It was the same last year, They just played the ball forward and hoped to get a break.” Þvílík endemis vitleysa. Ég viðurkenni að Liverpool hafa ekki leikið vel undanfarna leiki og þeir spiluðu illa fyrstu 20 mínúturnar. En hins vegar eftir það var þetta allt undir control hjá Liverpool. Þeir léku agaðan leik en voru óhræddir við að sækja. Það að Liverpool hafi verið minna með boltann er fullkomlega eðlilegt, enda voru þeir á útivelli.

Það sýndi sig líka að planið gekk upp, því Manchester United áttu ekki eitt einasta skot á markið fyrr en eftir að Liverpool skoruðu. Liverpool höfðu hins vegar átt tvö góð færi, sem Barthez varði. Henchoz (sem er vanmetnasti varnarmaður í heimi) hélt líka alveg Nilsteroy niðri. Hann var orðinn svo pirraður að hann endaði með því að sparka í Dudek (sem er besti markmaður í heimi).

Allavegana, þá er það nú svo að maður fyllist sjálfstrausti og væntingum eftir svona leiki. Það er svo bara spurning hvort maður verður orðinn þunglyndur aftur á mánudaginn.

Þunglyndið búið

YEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!

Þetta er sennilega það eina, sem nágrannarnir mínir heyrðu í gær. Þegar fimm mínútur voru eftir af Liverpool-Manchester United skoraði Danny Murphy glæsilegt mark og tryggði Liverpool sigurinn. Ég hoppaði 5 sinnum og öskraði Yes! jafnoft.

Furðulegt hvað allt þunglyndið, sem ég tengdi við knattspyrnu hverfur fljótt þegar Liverpool vinnur United.

Það kemur mér líka alltaf jafnmikið á óvar hvað ég hata United mikið. Ég held til dæmis að ég hati engan knattspyrnumann jafnmikið og Roy Keane. Leiðinlegri leikmaður er vart til á þessari jörð.

Fyndið hvað aðdáendur liðanna sjá hlutina með öðrum augum. Ég var pirraður einsog vanalega á því hve oft er dæmt á Emile Heskey. Ég var búinn að smíða Heskey lögmálið, en það er eitthvað á þessa leið: “Ef tveir leikmenn berjast um boltann og annar þeirra heitir Emile Heskey skal undantekningalaust dæmd aukaspyrna á Heskey”. United aðdáendur kvarta hins vegar yfir því að það hafi aldrei verið dæmt á Heskey í leiknum.

Það var líka dálítið fyndið að lesa hinn ætíð tapsára Alex Ferguson vera að kvarta eftir leikinn. Hann sagði: “It was the same last year, They just played the ball forward and hoped to get a break.” Þvílík endemis vitleysa. Ég viðurkenni að Liverpool hafa ekki leikið vel undanfarna leiki og þeir spiluðu illa fyrstu 20 mínúturnar. En hins vegar eftir það var þetta allt undir control hjá Liverpool. Þeir léku agaðan leik en voru óhræddir við að sækja. Það að Liverpool hafi verið minna með boltann er fullkomlega eðlilegt, enda voru þeir á útivelli.

Það sýndi sig líka að planið gekk upp, því Manchester United áttu ekki eitt einasta skot á markið fyrr en eftir að Liverpool skoruðu. Liverpool höfðu hins vegar átt tvö góð færi, sem Barthez varði. Henchoz (sem er vanmetnasti varnarmaður í heimi) hélt líka alveg Nilsteroy niðri. Hann var orðinn svo pirraður að hann endaði með því að sparka í Dudek (sem er besti markmaður í heimi).

Allavegana, þá er það nú svo að maður fyllist sjálfstrausti og væntingum eftir svona leiki. Það er svo bara spurning hvort maður verður orðinn þunglyndur aftur á mánudaginn.