Þreyta

Usssss, hvað þetta er búinn að vera erfiður dagur. Þegar ég er farinn að rífast, þá er tími til kominn að fara að sofa. 12 tíma vinnudagur eftir 4 tíma svefn er ekki sniðugur fyrir mig. Sérstaklega ekki ef að dagurinn felur í sér jafnmikið vesen og stress og dagurinn í dag.

Fór á Raekwon á Gauknum í gær með K og J. Þetta voru einhverjir allra stystu tónleikar sem ég hef farið á. Raekwon hefði alveg mátt spara þær yfirlýsingar um það að gestir tónleikanna myndu aldrei hafa séð annað eins.

Tónleikarnir voru mjög góðir. Hann keyrði áfram svona 45 mínútna prógram sem var snilld. En prógramið var bara 45 mínútur og eftir það fór Raekwon að reyna að selja einhvern varning á borði á Gauknum. Það er augljóst að hann hefur ekki lagt neitt alltof mikið til hliðar af þeim peningum sem Wu-Tang hljóta að hafa fengið fyrir 36 Chambers.

En semsagt, fín kvöldstund.


Núna held ég að ég leggi mig og reyni að endurheimta eitthvað af orku minni. Klukkan 10.30 er það svo Damien Rice á NASA. Það verður ábyggilega gaman.