Þú leggur einsog hálfviti

Þessi síða hér er mesta snilld í heimi: [You Park like an asshole.com](http://www.youparklikeanasshole.com).

Fyrir mann einsog mig, sem þarf að leggja a.m.k. einu sinni á dag í Kringlunni og í miðbænum, þá er auðvelt að sjá þörfina fyrir svona síðu. Hún gengur útá það að ef þú sérð einhvern bíl, sem er lagt af hálfvita, þá geturðu prentað út miða sem vísar á síðuna og lagt hann á rúðuna á bílnum. Þegar viðkomandi hálfviti sér miðann getur hann farið á vefsíðuna og lært hvernig hann á að leggja almennilega í stæði.

Einnig er skemmtilegt myndaalbúm af því [hvernig hálfvitar leggja](http://www.youparklikeanasshole.com/gallery2/gallery2/main.php). Af öllum hlutum í heiminum held ég að það sé ekkert sem fari meira í taugarnar á mér en þegar ég sé fólk leggja bílnum [svona](http://www.youparklikeanasshole.com/gallery2/gallery2/main.php?g2_itemId=156)

(via [DF](http://daringfireball.net/))

9 thoughts on “Þú leggur einsog hálfviti”

 1. grrrrrrrrrr hvad eg er sammala ther. eg bara skil ekki svona rugl i folki – hefur oft langad til ad skilja eftir mida a rudunni hja svona alfum, en hef ekki latid thad eftir mer. kv. dygg lesond.

 2. Í Svíþjóð er 7000 – 12000 ISK sekt fyrir að leggja á línu, hef ég heyrt. Jafnvel þótt ísilagt sé en Þá heggur löggæslumaðurinn bara niður að malbiki til að tjékka..

 3. Ahem! Ég sá nú ekki betur en það væri Serrano merking á bíl sem var ekki beint til fyrirmyndar á Þórsgötu núna um daginn. Þú tekur þetta kannski upp á næsta starfsmannafundi?

  Í fúlustu alvöru þá er löngu kominn tími á það að taka fastar á umferðarlögum hér í bæ – einkum og sér í lagi bílastæðamálum. Það er hreint með ólíkindum hvað fólk lætur sér detta í hug til þess að þurfa ekki að labba 10 metra.

 4. Vandamálið með línulagningu er að maður veit ekki hvort þetta sé þessum að kenna. Það gæti verið að nokkrir á undan hafi lagt eins og hálfvitar og aðeins haft pláss eftir þannig að sá sem ætlaði að leggja þurfti að fara yfir línu. Svo fara hinir hálfvitarnir þá situr þessi einn eftir á línu lítandi út eins og hálfviti.

  Ég hef allavega þurft að leggja á línu vegna þess að þess að einhverjir hálfvitar byrjuðu á því og riðluðu öllu skipulaginu, þannig að eina leiðin til að leggja á milli tveggja bíla var að skera línu (að öðrum kosti hefði ég þurft að fara inní annan bílinn ef ég hefði átt að leggja í það svæði sem var á milli tveggja lína). Svo þegar ég kom aftur þá voru engir bílar við hliðina á mínum og mér leið eins og hálfvita (og hugsaði hversu margir hafa blótað mér núna).

 5. Þetta er algjörlega síðan sem ég hef verið að bíða eftir. Ég ætla að prenta út gommu og eiga í bílnum 🙂

 6. Þessi síða er tær snilld!

  Ég viðurkenni samt alveg að ég legg stundum á ská í tvö stæði, en það er bara þegar það er nóg af stæðum laus. Það er einungis til þess að fólk leggi ekki við hliðina á mér og hurði bílinn minn. Ég er líka ekki á neinni druslu þannig ég hugsa meira um bílinn minn en aðra, þar sem fólki er alveg sama þegar það rekur hurðina sína utan í annan bíl!

 7. “Það er einungis til þess að fólk leggi ekki við hliðina á mér og hurði bílinn minn. Ég er líka ekki á neinni druslu þannig ég hugsa meira um bílinn minn en aðra” …óþolandi svona fávitahugsunarháttur.

 8. Simmi, kauptu þér dýrari gerðina af bíl og legðu honum eðlilega í Kringlunni á háannadegi. Eftir það skiluru hvað ég á við.

 9. Gaui. Fyrst talaru um að þú takir tvö stæði þegar nóg er af lausum stæðum en svo gefuru í skyn að það sé varla hægt annað en að taka tvö stæði á háannadögum. Hvort er það? Bæði?
  Það er ótrúlegt að börn sem ekki einu sinni kunna að bakka í stæði skuli yfir höfuð fá bílpróf.

  ps. Alveg óháð hvað bíllinn kostaði til að byrja með þó er nú oftast svipaður kostnaður sem fer í það að gera við rispur.

Comments are closed.