100 Undur heimsins

Fyrir fimm (vá!) árum skrifaði ég á þetta blogg um ágætis síðu, Hillman Wonders þar sem að vanur ferðalangur hefur valið þá 100 staði sem honum þykja merkastir í heiminum til að sjá.

Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi og eflaust eru margir ósammála mörgum stöðum þarna á listanum (mér finnst t.d. vanta Saltvötnin í Bólivíu)

Þegar ég skrifaði þá færslu þá hafði ég séð 9 staði á þessum lista.

Nú fimm árum seinna hef ég ferðast til allmargra staða í viðbót. Ég er búinn að fara í langar ferðir um Mið-Ameríku, Suð-Austur Asíu, Mið-Austurlönd og Indónesíu – auk þess sem ég hef ferðast eitthvað innan Evrópu.

Þegar ég tók það saman fyrir einhverjum dögum þá sá ég að ég hef komið á 29 af 100 stöðum á listanum. Efst á þeim lista sem ég hef komið kemst Grand Canyon (þar sem myndin við þessa færslu er tekin í september árið 2004). Einsog ég talaði um fyrir fimm árum þá eru flestir staðirnir á listanum á Ítalíu þangað sem ég hef ekki enn komið.

En allavegana þeir staðir sem ég hef komið á eru:

[ 6. Grand Canyon ]( http://www.hillmanwonders.com/grand_canyon/grand_canyon.htm )
[ 7. Machu Picchu ]( http://www.hillmanwonders.com/machu_picchu/machu_picchu.htm )
[ 9. Iguazu Falls ]( http://www.hillmanwonders.com/iguazu_falls/iguazu_falls.htm )
[ 10. Bali ]( http://www.hillmanwonders.com/bali/bali.htm )
[ 14. Angkor Wat ]( http://www.hillmanwonders.com/angkor_wat/angkor_wat.htm )
[ 19. Teotihuacan ]( http://www.hillmanwonders.com/teotihuacan/teotihuacan.htm )
[ 22. Acropolis ]( http://www.hillmanwonders.com/acropolis/acropolis.htm )
[ 24. Jerusalem Old City ]( http://www.hillmanwonders.com/jerusalem/jerusalem.htm )
[ 26. Chichen Itza ]( http://www.hillmanwonders.com/chichen_itza/chichen_itza.htm )
[ 27. Petra ]( http://www.hillmanwonders.com/petra/petra.htm )
[ 35. Borobudur ]( http://www.hillmanwonders.com/borobudur/borobudur.htm )
[ 40. Louvre Museum ]( http://www.hillmanwonders.com/louvre/louvre_museum.htm )
[ 42. Versailles ]( http://www.hillmanwonders.com/versailles/versailles.htm )
[ 46. Metropolitan Museum ]( http://www.hillmanwonders.com/metropolitan_museum/metropolitan_museum.htm )
[ 48. Temple of the Emerald Buddha ]( http://www.hillmanwonders.com/temple_emerald_buddha/temple_emerald_buddha.htm )
[ 49. Hagia Sofia ]( http://www.hillmanwonders.com/hagia_sofia/hagia_sofia.htm )
[ 52. Prague Old Town ]( http://www.hillmanwonders.com/prague/prague.htm )
[ 58. Damascus Old City ]( http://www.hillmanwonders.com/damascus/damascus.htm )
[ 61. Rio Panoramic View ]( http://www.hillmanwonders.com/rio_panoramic/rio_panoramic.htm )
[ 68. Kremlin ]( http://www.hillmanwonders.com/kremlin/kremlin.htm )
[ 74. Baalbek ]( http://www.hillmanwonders.com/baalbek/baalbek.htm )
[ 76. Topkapi Palace ]( http://www.hillmanwonders.com/topkapi/topkapi_palace.htm )
[ 79. Angel Falls ]( http://www.hillmanwonders.com/angel_falls/angel_falls.htm )
[ 84. New York Skyline ]( http://www.hillmanwonders.com/new_york_skyline/new_york_skyline.htm )
[ 86. Eiffel Tower ]( http://www.hillmanwonders.com/eiffel_tower/eiffel_tower.htm )
[ 88. Niagara Falls ]( http://www.hillmanwonders.com/niagara_falls/niagara_falls.htm )
[ 89. The British Museum ]( http://www.hillmanwonders.com/british_museum/british_museum.htm )
[ 94. Hermitage Museum ]( http://www.hillmanwonders.com/hermitage_museum/hermitage_museum.htm )
[ 99. San Francisco ]( http://www.hillmanwonders.com/san_francisco/san_francisco.htm )

Þarna er auðvitað athyglisvert að ég hef ekki komið á neinn af topp 5 stöðunum (Píramídarnir, Galapagos, Taj Mahal, Kínamúrinn auk Serengeti dýraflutninganna). Og þótt mér finnist ég hafa ferðast mikið þá hef ég ekki einu sinni náð þriðjungi af þeim stöðum sem eru þarna á listanum.

Það er nóg eftir.

2 thoughts on “100 Undur heimsins”

  1. Flottur listi. Var einmitt að taka saman minn svona lista fyrir nokkrum dögum og taldi 30 heimsótta staði. Enn alveg 70% eftir! Sé að ég hef t.d. nánast ekki heimsótt neina af stöðunum á þínum lista!

Comments are closed.