2. janúar 2005

Já, Gleðilegt Ár!

Gamlárskvöld var það rólegasta í mörg ár. Einsog vanalega var ég heima hjá foreldrum. Fór svo heim til vinar míns einsog flest gamlárskvöld. Hlustaði á Dylan og talaði við skemmtilegt fólk. Var edrú allt kvöldið og keyrði heim.

Fór svo aftur heim til vinar míns á nýársdag og horfði á Liverpool tapa fyrir Chelsea. Það var ekki einsog ég hafði vonast eftir að þessi [óheppni](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/01/02/14.17.57/) Liverpool yrði bara á árinu 2004. 2005 byrjar alveg hræðilega með tapleik og fótbroti snillingsins Xabi Alonso. Ég var þó ekkert svo þunglyndur eftir leikinn. Betra en ég átti von á.

Allavegana, ég mæli með grein Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu á gamlársdag. Hallgrímur er snillingur og skrifar um fjölmiðlafrumvarpsruglið frá því í sumar. Alveg er magnað að hugsa til þess hver kolklikkað þetta sumar hans Davíðs var í raun. Legg til að fólk rammi greinina inn og lesi hana einu sinni á ári til að gleyma því aldrei úr hverju þessir Sjálfstæðisþingmenn eru gerðir.


Talaði við vin minn, sem býr á Tælandi áðan. Það samtal varð ekki til að leysa þær flækjur, sem mér finnst líf mitt vera í þessa stundina. Veit ekki hversu mikið ég á að skrifa á þessa síðu. Vinur minn var nýkominn frá Phuket, þar sem hann drakk íslenskt vatn og hjálpaði við að bera kennsli á lík. Ótrúlega magnað.


Reyndi að horfa á Terminator 3 í gærkvöldi en mikið afskaplega er það leiðinleg mynd. Reyndi þá að horfa á Chicago en gafst upp. Hún var þó ekki jafn leiðinleg og ég hafði búist við.

Úff, þarf að taka mér tak á þessu nýja ári. Það er svo margt að gerjast inní hausnum á mér, finnst einsog ansi margt þurfi að breytast. Kannski ef ég skrifa bara um það hérna, þá geri ég eitthvað í hlutunum í stað þess að hugsa bara um þá.

5 thoughts on “2. janúar 2005”

 1. Rakst á þessa síðu þína fyrir nokkrum dögum og hef verið að skoða hana öðru hvoru. Vil nú bara hrósa þér fyrir fjölbreytt og skemmtileg skrif 🙂

 2. Hljomar eins og thu viljir gefa af ther meira en i dag, ferdast um heiminn og upplifa hann eins og ther var aetlad. Ekki thad ad eg viti eitt ne neitt um thad.

  Hvad um thad, eins og alltaf, skemmtileg skrif um ekki neitt. Sumir hafa thetta, adrir einfaldlega ekki.

  -dadi

 3. Gott ad vera einhvern timan nalaegt.

  Reyndi ad panta mer hamborgara i Peking og fekk nudlur 20 min eftir ad eg skrifadi thetta.

  Stundum gengur bara ekkert. Kannast vid thad.

Comments are closed.