Gero + gix cubed

Jæja, þá er dagurinn loks runninn upp. Ég veit ekki hvort allir voru að kjósa, en það voru ekki nema svona 6 krakkar í stærðfræðidæmatímanum mínum í morgun. Það er annars mjög gaman að hlusta á gaurinn, sem kennir okkur í dæmatímanum. Ég held að hann sé frá Kína og hann talar varla orð í ensku. Hann er þó góður í því að skýra út og er rosa klár.

Það er hins vegar oft erfitt að fylgjast með, því enskan hans er svo vitlaus. T.d. dæmis ber hann fram Z eins og G. Þannig að þegar hann ber fram Zero, þá verður það Gero. Eins ruglast hann alltaf á square (annað veldi) og cube (þriðja veldi). Þannig að maður þarf að þarf að læra svolítið inná hann. Til dæmis mundi setningin “Gero + gix cubed” þýðast sem núll plús 6 í öðru veldi. Þetta er allt að koma hjá mér.