Kosningar

Ég á enn eftir að klára hagfræðina en það er erfitt að slökkva á sjónvarpinu núna. CNN, Fox og MSNBC eru með stanslaus viðtöl við hina ýmsu spekinga. Ég er afskaplega veikur fyrir pólitík og hef alltaf gaman af því að fylgjast með.

Núna eru ekki nema um einn og hálfur tími þar til að fyrstu kjörstaðir loka. Kjörstaðirnir í Illinois, þar sem ég bý, loka hins vegar eftir tvo tíma. Demókratar hafa verið mjög duglegir hérna undanfarna daga við að koma upp skiltum í görðunum hjá sér og að dreifa hinum ýmsu upplýsingum. Ég hef ekki séð eins mikið af Repúblikunum, þótt þeir auglýsi einsog geðsjúklingar í sjónvarpinu.

Megi Al Gore vinna.