Núna eru bara 4 tímar þangað til að ég á flug út til Boston, og svo tengiflug þaðan til Chicago. Þetta jólafrí er náttúrulega búið að líða alveg fáránlega hratt.
Gamlárskvöld var frábært, ég hef sjaldan eða aldrei skemmt mér jafnvel á gamlárskvöld. Við Hildur fórum í tvö partí hjá vinum og svo fórum við með nokkrum vinum á Astró, þar sem var alveg meiriháttar gaman. Kvöldið var alger snilld.