Ég verð að segja eins og er að mér finnst Half.com vera einhver allra besta síðan á netinu. Ég er nokkuð lengi búinn að vera að leita að eintaki af uppáhaldsbókinni minni, sem er Quiet Flows the Don, eftir Mikhail Sholokov. Hún er nær alls staðar “out of print”. Mér tókst loksins að finna eitt eintak á half.com. Eintakið er notað, en það sést varla á bókinni. Og ofan á allt, þá kostaði hún bara 10 dollara, þrátt fyrir að hún væri “hard cover”. Hreinasta snilld.