Hildur og ég fórum um helgina á Field Museum, sem er nokkuð merkilegt safn hérna í Chicago. Þar er m.a. risaðlan Sue, sem er stærsta T-Rex risaeðlan, sem hefur varðveist í heiminum. Þetta var mjög fróðleg ferð. Þegar við vorum búin að skoða nær allt safnið sáum við svo leðurblöku, sem var alveg einsog leðurblakan, sem er búin að vera fram í anddyri síðustu vikur.
Ég hélt reyndar að ég hefði drepið leðurblökuna, þegar ég kom hress heim úr einu partýi og ákvað aðeins að pota í hana. En nei, nei, hún er komin aftur.