Einhvern veginn líður mér einsog ég hafi verið í útlöndum í heillangan tíma, þrátt fyrir að á endanum hafi ég bara verið í 3 daga.
Síðasta laugardag fengu vinir mínir þá snilldarhugmynd að djamma akkúrat daginn áður en ég átti að fljúga út. Ég lét það þó ekki hindra mig, heldur fór á Hverfisbarinn. Þar upplifði maður skemmtilega og ekki svo skemmtilega hluti einsog vanalega. Samt, mjög fínt kvöld sko.
Þegar ég var á barnum eitt skiptið, þá kom uppað mér stelpa sem ég hafði aldrei séð áður og spurði hvort ég væri sá, sem væri með eoe.is. Ég sagði já, og fór hún þá að segja mér að vinkona hennar (sem var að hennar sögn ýkt sæt) væri skotin í mér eftir að hafa lesið síðuna í einhverja mánuði. Þetta var einhver sú allra súrealískasta stund sem ég hef upplifað á Hverfisbarnum. En samt gaman sko. 🙂
Jæja, ég var á Hverfis til 4. Klukkan 4.15 var ég kominn heim að sofa. Klukkan 5 var ég vaknaður og hálftíma síðar á leiðinni útá flugvöll.
Þetta var svosem ekki merkileg ferð. Við vorum í Barcelona í tvo daga, fórum á sýningu á mánudaginn. Ég elska Barcelona og um leið og ég kom niðrí miðbæ rifjuðust upp fyrir mér fulltaf góðum minningum frá þessari borg. Það eru svo sem ekki margar borgir, sem mig langar að búa í, en Barcelona er ein af þeim. Ólíkt til dæmis London, þá höfðar allt í Barcelona til mín.
Allavegana, veðrið var fínt og ég var sáttur. Ég er þó að fara til Barcelona eftir rúman mánuð í aðra vinnuferð, þannig að ég ætla að túristast eitthvað um borgina þá.
Gærdeginum eyddi ég svo í London. Til að nýta daginn betur tók ég næturflugið heim og því gat ég eytt deginum í London. Kíkti niðrí miðbæ og verslaði eitthvað af fötum þar.
London er ekki ennþá að heilla mig. Sennilega er stór partur af ástæðunni sá að í borginni eru ENGAR sætar stelpur. Ég labbaði og labbaði og labbaði en sá enga sæta stelpu allan daginn. Það var ekki fyrr en við vorum komin inní Icelandair vél, að maður sá aftur sæta stelpu, en ein flugfreyjanna var æði. Ef ég hefði verið í einhvern lengri tíma í London þá hefði ég sennilega stokkið á flugfreyjuna og faðmað hana.
Ólíkt stelpum í London eru stelpur í Barcelona hins vegar sætar. Sérstaklega voru stelpurnar á sýningunni sætar. Það er alltaf sama sagan að básarnir eiga greinilega að höfða til karlmanna, sérstaklega þá bjórbásarnir. Það er almenn regla að sætustu stelpurnar eru alltaf á bjórbásunum. En þetta virðist virka. Til dæmis var bás Mjólkursamsölunnar valinn flottasti básinn á Matur 2004. Ég leyfi mér að fullyrða að það var einfaldlega vegna þess að stelpan í samkvæmiskjólnum, sem var að gefa Aloe Vera drykkinn, var geðveikt sæt.
Anyhow, talandi um staffið í fluginu. Flugmaðurinn sem flaug með okkur er hetja. Ég er ennþá alltaf pínku flughræddur og því var það ótrúlega gott að flugmaðurinn varaði okkur alltaf við áður en við lentum í hristingi og tók fram að það hefði ekkert með öryggi að gera. Þetta gerði hann til að mynda fyrir lendinguna, sem fór fram í brjáluðu veðri og þessi stuttu ummæli frá honum hjálpuðu mér mikið. Fleiri flugmenn mættu taka sér þetta til fyrirmyndar.
Kláraði tvær bækur í ferðinni, báðar ferðasögur eftir Bill Bryson, sem er mikill snillingur. Las The Lost Continent (þar sem hann flakkar á milli smábæja í Bandaríkjunum) og Neither here nor there (þar sem hann ferðast um í Evrópu) og eru báðar bækurnar alveg hrikalega fyndnar. Mæli með þeim fyrir alla, sem finnst gaman að ferðast. Já, og reyndar fyrir alla sem finnst gaman af fyndnum bókum.
Alltaf þegar ég lendi í svipuðum “ert þú ekki…” senum eru það karlmenn. Það virðast bara karlmenn lesa síðuna mína 😡
Annars slepptirðu aðalatriðinu, hvernig var maturinn í Barcelona?
Ha, maturinn í Barcelona? Hann var sæmilegur. Kemst samt aldrei yfir þessa ást Spánverja á grilluðum baguette samlokum með einni tegund af áleggi.
Annars hafa flest þessi “ert þú ekki” skipti hjá mér verið frá öðrum bloggurum, einsog Gummajoh, Svansson, Froskunum, etc.
Já, sama hér – oftast eru þetta aðrir bloggarar sem forvitnast. Samt mjög sjaldgæft. Það er miklu algengara að maður komist að því að fólk sem maður kannast mismikið við hefur e-n veginn fundið bloggið manns og les það reglulega.
En er þetta ekkert krípí – að einhverjar skvísur útí bæ viti allt um ykkur (well kannski ekki allt)? Kannski fer eftir því hvernig þær líta út :tongue:
En Einar – aldrei að vita nema maður heilsi upp á þig á djamminu einhvern tímann, god knows að maður hefur gert asnalegri hluti eftri 17 glös
Nei nei, þetta er ekkert krípí sko. Maður er nokkuð meðvitaður um það hvað maður skrifar á netið.
Veit samt sko ekki hversu sjarmerandi það er að hitta stelpu sem er búin að drekka 17 glös :biggrin2:
Ég hef allavegana ekki svo mikið úthald 🙂
Nei auðvitað var “17” smá ýkjur – ég hef ekkert úthald í það heldur :tongue:
En eitthvað finnst mér “sjarmerandi” skondið orð :biggrin: