Úff, var að heyra hvað ég gerði og sagði á djamminu á föstudaginn. Það var ekki skemmtileg saga. Vissi að ég hefði ekki átt að brjóta þá grundvallarreglu að reyna ekki við stelpu þegar ég væri fullur. Mamma sagði mér þetta einu sinni, en ég er alltaf að klikka á þessu. Ég veit að ég ætti alltaf að hlusta á mömmu, enda er hún snillingur.
Það er komin mikil og góð umræða á Liverpool spjallborðinu um pistilinn minn. Þetta Liverpool spjallborð frústrerar mig, því það er alltof mikið af illa skrifandi fólki, sem hefur lítið annað fram að færa en “Houllier er snillingur” eða “Houllier sökkar” eða “United sökkar” eða “Liverpool rúlar”. Inná milli er þó fullt af góðu fólki, sem hefur bæði vit á fótbolta og sannan áhuga á málefnum Liverpool.
Fyrir næsta tímabil langar mig dálítið að stofna vefmiðil um Liverpool. Eins konar fjölmennt Liverpool blogg. Það eru fullt af ágætum mönnum þarna úti (bloggurum og öðrum), sem gætu skrifað fullt af góðum hlutum um Liverpool. Þarna væri gaman að setja inn slúðrið og reyna að skapa sæmilega siðaða umræðu um liðið.
Már skrifar góðan og áhugaverðan um það hvernig hann óttist að vinur sinn sé að leiðast útí eiturlyfjaneyslu og hver viðbrögð hans eigi að vera. Pistillinn er góður og hann varpar fram ágætis spurningum, en Már er svo lúmskur á því og lokar fyrir komment. Það er visst statement og getur verið áhrifamikið að loka fyrir komment á vissar færslur. Þetta er eiginlega dálítið áhrifaríkt stílbragð. Ef hann lokaði á færslurnar óvart, þá tek ég þetta auðvitað allt til baka. 🙂
Ég verð með útlending í vinnunni á morgun, sem þýðir að maður fer eitthvað útað borða annað kvöld. Það er ágætt því ég er búinn að fá mig fullsaddan af grilluðum kjúkling, Oxpytt og vondum kínamat, sem ég er búinn að vera að borða hérna undanfarna daga. Hef verið að reyna ýmsa asíska staði og hef ekki verið hrifinn. Sem veitingahúsaeigandi er ég náttúrulega fáránlega passífur á gagnrýni, því ég veit hversu þetta er allt erfitt, en samt. Mér finnst vanta einhvern virkilega góðan asískan stað. Já, og ódýran líka. Sem byði uppá eitthvað annað en súrsætar rækjur í aðalrétt.
Stórkostlegustu vonbrigðin voru samt Stonebaked pizza frá Freschetta. Ég sá hana útí matvörubúð og var sannfærður um að þetta myndi standast bestu Eldsmiðjupizzum snúning, því myndin utaná var svo flott. En pizzan var vond og vonbrigðin ógurleg. Held mig við venjulegar Freschetta pizzur, sem eru fínar.
Stonebaked var veeeeeeeeeðbjóður
Indókína finnst mér alltaf gera hinn ágæstasta mat.
Nánast allur tilbúinn matur úr búð hérna heima er frostinn og það boðar aldrei gott. Mig dreymir oft þegar ég stend við frystikistuna í matvörubúðinni að leita mér tilbúnini máltíð að hægt væri að kaupa hérna tilbúna kælda rétti. Helst fiskrétti.
Frosinn matur er sjaldnast annað en vonbrigði, sérstaklega allt sem heldur því fram að hægt sé að hita réttinn í micro. Enda hvað sagði ekki ónefndur maður, who bothers to cook TV dinners? I suck them frozen.
Varðandi ódýran asískan stað þá er eiginlega bara einn sem kemur til geyna hjá mér, sérstaklega í hádeginu, og það er Mekong. Ágætur kjúklingurinn hjá þeim í matsaman karrý og penang karrý kjúklingurinn eða nautakjötið er líka gott. Réttur 48 eða 50 ef maður vill bara hrísgrjón eða núðlur. Þar sem ég gat engan veginn mánuðum saman og get vart enn borðað sjoppufæði án þess að vera með í maganum það sem eftir er dagsins, þá bjargaði Mekong mér algjörlega.
Verst að Mekong hækkaði talsvert um daginn og er því ekki lengur eins ódýr og hann var. Ef miðað er við Nings þá er þetta náttúrúlega gjafverð en það er líka rán um hábjartan dag að fara þangað.
Í miðbænum í hádeginu er Kínahúsið vinsælt hjá sumum, ég set mína fyrirvara. Finnst það helst til misjafnt. Bót í máli að ég fæ alltaf að sleppa rækjunum og meira af hinum réttunum í staðinn. Svona hádegistilboð koma ekki alltaf vel út þegar þú borðar hvorki svín né rækjur. Ég hef tvívegis borðað á tælenska staðnum við vestari enda Tryggvagötunnar. Í bæði skiptin fékk ég ágætan mat.
Til tilbreytingar getur verið ágætt að koma við á leiðinni heim á Pizza 67 í Austurveri þegar maður er að vinna fram eftir og er orðinn illahaldinn af svengd. Taka pizzu þar á þúsundkall sem er ólíkt öðrum tilboðspizzum bara skrambi góð á bragðið. Ef út í það er farið kemur Pizza 67 margfalt betur út en frosna dótið frá Freschetta og öðrum slíkum. Mér einmitt varð það á um daginn að kaupa frosna pizzu í 10-11 um daginn og komst að því eftir á að ég hafði borgað sexhundruð krónur fyrir hana! Og ég varð ekki einu sinni almennilega saddur.
Ekki það að Serrano klikkar sjaldnast, tiltölulega sanngjarn prís og gott. 😉
Jamm, ég fer á Serrano í hádeginu svo það er fullmikið að fara þangað líka á kvöldin, jafnvel þó það sé ókeypis 🙂
Annars, þá finnst mér Kínahúsið bera af þessum stöðum.
Einnig hef ég fengið mjög góðan mat á Asíu. Mekong finnst mér ekki nógu gott. Ég fékk heimsent þaðan og var ekkert alltof sáttur. Fannst núðlurnar vera ofsoðnar og bara ekki nógu góðar. Þá finnst mér Nings talsvert betri. Emil er þó alltaf að hrósa Mekong, svo ég veit ekki. Ég reyni að hlusta sem minnst á Emil.
Nings má líka eiga það að heilsuréttirnir eru ágætir. Þeir fara rólega í sódíum-notkun, sem er oft slæm á hinum stöðunum.
Nú síðast prófaði ég Indó-Kína og það var ágætt. Fékk mér súrsætan kjúkling (af hverju veit ég ekki), sem var eiginlega bara djúpsteikt djúpsteikingarskorpa. Fann nánast engan kjúkling inní skorpunni. Steiktu grjónin voru þó fín sko.
Og líka sammála með Freschetta að þetta er alltof dýrt. Eflaust er það að stórum hluta útaf tollum. Það eru tollarnir og verndin við landbúnað, sem skemmir fyrir frystu réttunum og gerir það að verkum að þeir eru aldrei með neitt af kjöti í. Mig minnir að ef kjöthlutfallið fari yfir 20%, þá komi einhverjir fáránlegir ofurtollar á.
Fyrst þið eruð að tala um Mekong, langar mig að benda ykkur á Thai Style. Hann er staðsettur úti í rassgati (Kópavogi, rétt hjá Orkunni þar) en það er vel þess virði að fara þangað, ódýrara en Mekong, og betra en Mekong.
Og áður en ég verð grunaður um að tengjast þessum stað, þá vil ég taka það fram að ég tengist honum ekki á neinn annan hátt en að þangað förum við vinnufélagarnir stundum í hádeginu og förum sáttir og mettir þaðan.
Úff, ferlegt að þurfa að fara alla leið inní Kópavog. Ætla að prófa þennan stað í Tryggvagötu.
Svo heyrði ég einhvern veginn talað um tælenskan eða kóreskan stað inní Hafnarfirði sem ætti að vera algjört æði. Minnir að hann heiti Síam. Hefur einhver prófað hann?
Núðluhúsið á Vitastíg er alveg brúkanlegt öðru hvoru, svo ekki sé talað um Vitabar 🙂
Að öðru leyti er ég sammála þér með Liverpool spjallborðið, en kosturinn við það er samt sá að hægt er að loka á einstaka notendur.
1) Er þessi Kópavogs-tælenski staður ekki sá hinn sami og auglýsti að hann væri að bjóða ekta katta- og hundasteikur? Hljómaði allavega ekki vel. :confused:
2) Ef þú stofnar þetta Liverpoolblogg, losnar þá maður við allt þetta fótboltadót af þessari síðu? In which case: I´m for it! :biggrin2:
Varðandi þessa illa skrifandi á liverpool.is spjallborðinu þá má benda á að…það var lengi vel í umræðunni á spjallborðinu að stofna einhverskonar elítu flokk þar sem þeir sem kunna að skrifa geti almennilega látði ljós sitt skína en það náðist aldrei samkomulag um framkvæmd þess.
Ég styð þig í því að búa til liverpool-blog miðil, fínasta hugmynd. Mundu bara eftir að hafa góðan link á LfcHistory.Net 🙂
Það er nokkuð merkileg staðreynd að besti tölfræði & söguvefurinn um Liverpool FC er stofnaður og rekinn af íslendingum. :biggrin:
Heyrðu ég er alveg sammála þér. Það væri frábær hugmynd að fá kannski svona 10 flotta penna eða svo í eitt sameiginlegt Liverpool-blogg. Pant vera með!!! :blush:
Það hefur einmitt vantað eitthvað svona, eins og stendur lætur maður sér nægja að skrifa pistla á Liverpool.is og reyna af veikum mætti að skiptast á skoðunum á spjallborðinu (þótt ég sé sammála þér, 8 af hverjum 10 þar geta ekkert skrifað af viti). Það væri brilljant að fá svona blogg og mér dettur strax í hug þrjú-fjögur toppnöfn til að fá til að skrifa á slíkt blogg … þannig að ef þú vilt fá ábendingar um hugsanlega bloggara, láttu mig bara vita.
En endilega, ef þú vilt gera alvöru úr þessari hugmynd láttu mig bara vita. Mig dauðlangar til að vera með!
Síam: Get mælt með græna karrýinu og masaman líka. Reyndar er flest gott á matseðlinum. Ekki ódýrasti staðurinn í bænum. Indókína: verður varla ódýrara í hádeginu…
ef þig vantar penna á Liverpool-blogg – count me in 🙂
er alveg sammála þér um þetta spjallborð og væri meira en til í að vera með í svona dæmi
svo er líka alltaf gott að hafa eina og eina stelpu með…
eina vandamálið sem gæti sprottið er að yfirleitt er ég 100% sammála því sem þú skrifar um Liverpool þannig að það gætu orðið frekar einsleitir pistlar frá okkur 🙂
úff.. liverpool blogg.. gætir alveg eins búið til síðu um tásveppi…
Hey Maja, þú gast ekki sleppt tækifærinu til að dissa Liverpool!
Annars, gaman að heyra góðar viðtökur við þessari Liverpool blogghugmynd. Spurning um að maður þrói þessa hugmynd eitthvað og reyni að finna áhugasama og góða penna. Verð pottþétt í sambandi við þá, sem lýstu yfir áhuga hér.
Annars detta mér ekki í hug margir bloggarar, sem blogga um Liverpool. Einna helst Matti, en ég er viss um að það er fullt af skemmtilegum pennum þarna úti.
Málið væri að stefna að þessu við lok þessa tímabils. Allar hugmyndir eru vel þegnar. 🙂
siam í hafnarfirði er mjög góður.
hmm sko..
Freschetturnar venjulega eru ok, en þesi nýja Brickstone er eitthvað slísý sko.. 🙂
Reyndar eru þær rándýrar.. enda frá OJk. hehhehe og ekkert kemst með tærnar þar sem Eldsmiðjan er með hælana… eða segir mar það ofugt.. whatever..
En ég vil endilega benda þér á örbylgjuréttina frá Iceland/aðföngum( þeir eru ok í hófi) 🙂
Þetta með Liverpool.. tja.. góð hugmynd að stofna blogg um þá, það þarf að upphefja þá aðeins( gengur ekkert alltof vel hjá þeim 🙂
Með veitingastaðina að þá er ég nú svo vanaföst og alltaf orðin svo svöng að ég nenni ekki að fara á nýjan stað og verða fyrir vonbrigðum með eitthvað..;/
En skemmtilegt blogg hjá þér , verð greinilega að taka þig til fyrirmyndar
:laugh: 😉 :biggrin2: 🙂