Silfurlitaður bíll

Þegar ég var í sambúð var kærastan mín dyggur lesandi allra kvennablaða, sem gefin eru út í Bandaríkjunum. Í þeim blöðum er endalaust af einhverjum könnunum og prófum um karlmenn.

Samkvæmt þeim blöðum geta stelpur fundið út hvort karlmenn henti þeim bara með því að vita hvort þeir fíli popptónlist, gangi í gráum sokkum og bori í nefið á rauðu ljósi. Allavegan, rakst á [þetta á netinu í dag](http://www.femin.is/article.asp?art_id=2125&old=1). Samkvæmt þessu, þá á að vera hægt að dæma menn af litnum á bílnum þeirra.

Jæja, samkvæmt því er ég svona:

>**Silfurlitaður bíll**
“Reglumenn elska silfurlitaða bíla. Svo ef að þú vilt fá reglu í líf þitt, skaltu kíkja eftir karlmanni sem ekur silfurlituðum bíl. Fyrir utan það að vera reglumenn eru þeir jákvæðir, jarðbundnir og sjálfsagaðir”

Spurningin mín er bara þessi: Hvernig fær fólk vinnu við að skrifa svona hluti? Önnur möguleg spurning er þessi: Gæti höfundurinn ekki reynt að láta okkur eigendur silfurlitaðra bíla hljóma aaaðeins leiðinlegri. “Reglumenn, sjálfsagaðir og jarðbundnir?” Zzzzzzz! (Via B2.is)


Annars er byrjunin á þessari viku búin að vera hrein geðveiki. Hef verið langt fram eftir í vinnu undanfarna daga og það lítur svosem ekki út fyrir að þetta sé að minnka á allra næstu dögum.

Fyrir vikið var íbúðin mín orðinn hreinasti viðbjóður, en ég er búinn að laga ástandið umtalsvert eftir að ég kom heim í kvöld. Ég er enn eldhúslaus, þannig að ég hef verið að prófa nýja veitingastaði að undanförnu. Stefni að því að prófa 7 nýja veitingastaði á næstu viku. Er það ekki göfug tilraun?


Er [Járnskvísan](http://www.jarnskvisan.com/) virkilega hætt að blogga? Það er stórkostlegur ósigur fyrir íslenska netmenningu ef hún er hætt!

7 thoughts on “Silfurlitaður bíll”

  1. Það eyðilagði algerlega fyrir mér daginn að svartir bílar eru ekki einu sinni með. Ég hlýt að vera hræðilegur aumingi.

  2. Þetta er nú meira bullið. Var kannski ástæðan fyrir því að það var ekkert um svarta bíla var að það var of neikvætt? ‘Karlmenn í svörtum bílum eiga erfitt með að halda í vinnu, eru drykkfelldir, og lemja konurnar sínar eins og harðfisk, kjósa Bush vegna þess að þeir þola ekki vælukjóa Demokrata í embætti, inná milli sem þeir leggja í stæðum fyrir fatlaða og lemja gamlar konur’ :tongue:

  3. fyrir utan að mér finnst ´folk oftar en ekki fá sér bíl af einhvejrum lit af því liturinn sem það vildi fá var ekki til
    ss ekkert að marka þetta

  4. Jamm, athyglisverð kenning um svörtu bílana hjá DonPedro og Genna.

    Og góður árangur, Genni, að koma Bush áróðri þarna inn 🙂

  5. ég:
    Grænn bíll
    Hr. grænn finnst hann oftast vera heppnasti karlmaðurinn á jörðinni. Hann er bjartsýnismaður og er gjafmildur. Síðast en ekki síst er hann mjög frjó

  6. Til að byrja á að svara spurningunni þá mun það vera rétt að skvísan er hætt að blogga.

    Þá þykir mér vert að þakka þér fyrir þessa ábendingu um litaval í bílum. Ég tek þessu þó með miklum fyrirvara – hvar voru t.d. allar neikvæðu hliðar karlmanna? Reyndar held ég að verið sé að tala undir rós. Sumsé þá sé þetta t.d. svona:
    Hvítur bíll = gay
    Rauður bíll = eiginhagsmunaseggur
    Gulur bíll = selfoss
    Grænn bíll = amma mín
    Blár bíll = óþolandi skipulagður
    Gulllitaður bíll = tedrekkandi jógafrík sem drekkur ekki áfengi
    Silfurlitaður bíll = …uum veit ekki alveg en líklega einhver sem vill fá matinn á borðið á slaginu 7 og stundar ekki kynlíf eftir klukkan 10 á kvöldin því þá endurnýjast rauðu blóðkornin ekki á heilbrigðan hátt fyrir átök morgundagsins.

    Reiðhjól er bara málið held ég 🙂

Comments are closed.