Ok, árið er búið. Ég fokking trúi þessu ekki. Ætlaði að skrifa rosa dramatískan pistil um hvar ég stæði á þessum tímamótum, en ég á eftir að gera helling í dag og svo er ég veikur fyrir pólitískum umræðum í sjónvarpi, þannig að ég bíð með það.
Finnst ég ekki hafa gert neitt nema að vinna þetta árið. Ekki það að vinnan hefur verið ofboðslega skemmtileg (og stundum hrikalega erfið), en finnst lífið utan vinnu hafa verið viðburðarlítið.
Annars er [árslistinn hjá Múrnum](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1475&gerd=Frettir&arg=5) algjör skyldulesning. Uppáhaldspunkturinn minn:
>Forsjárhyggja ársins: Tillaga Samfylkingarinnar um að banna sælgætis- og gosauglýsingar fyrir níu á kvöldin til að vernda börn fyrir óæskilegum áhrifum slíkra auglýsinga. Næsta frumvarp mun ganga út á að binda fyrir augun á börnunum þegar þau fara í Kringluna.
Það segir ansi margt um Samfylkinguna þegar að Vinstri-Grænir eru farnir að gera grín að forstjárhyggjunni í þeim flokki. Ég styð Samfylkinguna en svona einstök vitleysa einsog þetta sælgætisfrumvarp Samfylkingarþingmanna veldur því að maður endurskoðar það hvort maður sé í réttum flokki. Viðurkenni reyndar að ég hef starf af því að selja sælgæti og (hollan) skyndibita, þannig að eitthvað er ég litaður. En ég ætla að skrifa betur um þetta seinna.
Já, og þetta er líka gott:
>Besta skemmtun ársins: Frjálshyggjufélagið, fyrir að vera það sjálft.
og
>Orsakaskýring ársins: Sú kenning Björns Bjarnasonar að ólöglegt olíusamráð hafi verið Stalín að kenna.
Jæja, þetta er komið gott. Þakka þeim, sem lásu síðuna á árinu. Það hefur verið ómissandi fyrir mig að hafa þessa síðu til að tappa af öðru hvoru. Það kemur mér sífellt á óvart hversu margir lesa þessa síðu á hverjum degi, en það gefur manni þó orku í að halda áfram.
Allavegana vona að þið eigið öll gott ár framundan og að Liverpool vinni Chelsea á morgun.
**Gleðilegt ár!**
Gleðilegt ár sömuleiðis. Hef haft hina bestu skemmtun af því að lesa síðuna þína undanfarna mánuði.
Áfram Chelsea :rolleyes:
… og gleðilegt nýtt ár
Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilega síðu. Var sérstaklega gaman að lesa Serrano söguna. Skellti mér einmitt á staðinn þegar ég var í Kringlunni um daginn. Frábært að geta fengið sér almennilegt burrito þegar maður kemur á klakann.
gleðilegt ár gamli, það hefur veirð einstaklega gaman að lesa þig. :*
Ég eila skil ekki hvernig það er hægt að vera póletískur á áramótum… ég fyllist öll af einhverju annars eðlis,
en annars þakka ég fyrir skemmtilega lesningu og óska þér velfarnaðar á komandi ári 🙂
Gleðilegt ár og þakka skemmtileg skrif 🙂
Takk, allar 🙂
Jamm, nú er ég ekki Samfylkingarmaður né nokkuð annað. En þegar ég fer að pæla í því þá finnst mér þetta nammifrumvarp ekkert vitlausara en margt annað. Nammi gos og skyndibiti getur verið stórhættulegt sé því neitt í miklu mæli, og að ætla að pranga þessu inná börn, má alveg segja að sé siðlaust. Núna virðist það vera stefna að banna að auglýsa óholla hluti eins og tóbak og bjór, væri þá ekki alveg rökrétt að banna að auglýsa gos, nammi og sælgæti til barna?
Ég er nokkuð viss um það að sá sem fattaði upp á því fyrst að banna að auglýsa sígarettur hafi verið álitinn snargeiðveikur. En þetta virkar. Virkar þetta með bjórinn, nei líklega ekki enda er farið framhjá reglunum. Það væru ekkert víst að þetta auglýsingabann á nammi myndi virka þá yrði bara að hafa það en þetta er vel umhugsarinnar virði. Offita er þegar orðið virkilega stórt heilbrigðisvandamál og það þýðir ekkert að loka augunum fyrir því. Eitthvað verður að gera.
Síðan er ég alveg algerlega ósammála þér með þennan pistil hans Hallgríms. Hann var eitt almesta kjaftæði bull og lygi sem ég hef lesið! Þetta mál var ekki svona og það vita allir sem það vilja. Hallgrímur er ekki svona vitlaus, þessi pistill er bara sögufölsun. Sjálfur var ég mótfallinn fjölmiðlafrumvarpinu en kommon! Svo ég vitni nú í einn mætan mann: “Ef þú þarft að ljúga fyrir málstaðinn er hann þá þess virði að standa fyrir hann?”
Flestir þeir sem að þessu máli komu ættu að skammast sín fyrir sinn þátt í því. Óli grís, Illugi Jökulsson o.fl. ekkert síður en Davíð Oddson.
Annars bara gleðilegt ár! Les oft þessa síðu þína bæði bloggið og Liverpool síðuna, og sem áhugamaður um stjórnmál finnst mér að þú mættir oftar skrifa um þau…. Mar er kannski ekki alltaf sammála þér en gaman að lesa þetta engu að síður.
Kalli, það eru svo mörg vandkvæði við það að banna auglýsingar á skyndibita og nammi. Ég ætla mér að skrifa lengra um þetta, en hérna eru bara nokkrir punktar:
* Má McDonald’s auglýsa? Þeir bjóða uppá hollan og óhollan mat.
* Má Serrano auglýsa? Við bjóðum uppá hollan mat, en teljumst vera skyndibiti.
* Má Hótel Holt auglýsa? Mikið af matnum þar er óhollur. En Holt-ið telst ekki vera skyndibiti.
* Má Domino’s auglýsa?
* Og ef þeir mega ekki auglýsa þar sem þeir eru skyndibiti, má þá Hornið og Ítalía auglýsa? Sami matur, en ekki skyndibiti.
* Má auglýsa frosnar pizzur?
* Fyrirtæki einsog Findus framleiða pizzur og svo hollari frosna rétti. Má Findus auglýsa?
* Má auglýsa sykurlaust sælgæti?
* Kit Kat er til með minni sykri, má auglýsa það? Hvað hindrar fólk frá því að sama bullið verði uppá teningnum og varðandi “óáfengan og áfengan bjór”
* Hvað með allar aðrar auglýsingar en sjónvarp? Má McDonald’s setja upp skilti í Kringlunni? Mega þessir staðir auglýsa í blöðum, útvarpi og á netinu? Af hverju bara að taka út sjónvarp?
* Hvað með allar auglýsingar inní búðum? Mega þessar vörur vera í litríkum umbúðum, sem höfða til barna? Eitt mikilvægasta form auglýsinga á neysluvörum er inní sjálfum búðunum. Hvernig ætlarðu að stoppa það?
* Má Ali beikon auglýsa?
* Hvað með Osta? Þeir eru feitir? Má auglýsa þá?
* Má auglýsa matarolíu, feitt kjöt, og svo framvegis?
Þetta er sundurleitt, en þetta eru bara nokkrir af þeim punktum, sem að mínu mati sýna að svona bann yrði aldrei sanngjarnt og myndi aldrei ná fram markmiði sínu. Þetta frumvarp hjá Samfylkingarþingmönnum er populismi af verstu gerð. Þau eru að reyna að þykjast vera með einhverja patent lausn á vanda, sem steðjar að í þjóðfélaginu. En lausnin er slæm.
Já, og varðandi Hallgrím, hvað í þessu var “lygar”?
En annars, takk fyrir síðuhrósið. Ég skrifa vanalega ekki um pólitík nema mér sé misboðið og þetta er búið að vera óvenju rólegt að undanförnu. 🙂