7 í röð

Ég vildi bara benda áhugasömum á þetta:

[Bulls win 7th straight](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/basketball/bulls/cs-050330bullsgamer,1,2122759.story?coll=cs-home-headlines).

Gaman gaman!

Hvernig væri nú ef að Sýn myndi taka sig til og sýna einn leik með Bulls, ha? Chicago eru núna í 4. sæti í Austurdeildinni. Magnað!

9 thoughts on “7 í röð”

  1. yndislegt 🙂

    það verður gaman að sjá þá í playoffs aftur eftir laaanga bið..

  2. Hér er ég svo sammála að það er ekki fyndið. Skrifaði einmitt stutt bréf til Sýnar í janúar, en fékk ekkert svar. Ég kvarta ekki yfir því að þeir sýni Dallas, Lakers og Miami … né heldur að þeir vilji sýna snillinginn LeBron James að störfum hjá Cavs … en þeir mega alveg sýna eins og einn leik með Bulls, ekki síst þar sem þetta er örugglega eitt vinsælasta liðið hér á landi, þökk sé MJ og Pippen.

    En eins og ég sagði, svarið var ekkert og þeir hafa ekki sýnt þá enn….

  3. Hvað sem ég kann að hafa sagt annars staðar, þá hefur Einar alltaf rétt fyrir sér! :laugh:

    Það er a.m.k. einn búinn að falla fyrir þessu nú þegar… :tongue:

  4. Gott hjá þér að skrifa þeim bréf, Kristján. Það væri til dæmis talsvert meira spennandi að sjá Bulls spila heldur en lið, sem eiga ekki sjens á að komast í úrslitakeppnina einsog t.d. Lakers :biggrin2:

  5. sést alveg óþægilega vel í ár hversu mikilvægur shaq var fyrir kobe…
    miami að rústa austurströndini og lakers enda sennilega í tíunda sætinu… bara gott á “meinta” nauðgarann :laugh:

  6. Já, það hefur verið yndislegt að fylgjast með þeim sigla upp töfluna síðustu vikurnar. Er farinn að binda vonir við að Sýn leyfi okkur að sjá eins og einn leik með þeim í úrslitakeppninni… þarf ekki einu sinni að vera í beinni… plís :confused:

Comments are closed.