Eftir ferðalag undanfarinna mánuða ákvað ég að uppfæra aðeins heimskortið, sem ég [skrifaði um í janúar 2004](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/25/13.37.20/). Síðan þá hef ég heimsótt fjögur lönd: Svíþjóð, Tyrkland, Tékkland og Pólland. Hef ég því komið til 35 landa.
Kortið lítur því svona út:
**Norður-Ameríka**: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin
**Suður-Ameríka**: Argentína, Bólivía, Brasilía, Chile, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Perú, Urugvæ, Venezuela
**Evrópa**: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Lúxembúrg, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rússland, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Bretland
**Afríka**: Ekkert
**Mið-Austurlönd**: Tyrkland
**Asía**: Ekkert
35 lönd
Einnig uppfærði ég Bandaríkjakortið mitt, þar sem ég ferðaðist talsvert um Bandaríkin í fyrra. Núna hef ég heimsótt 30 ríki af 50.
Alabama, Arizona, Arkansas, California, colorado, Cinnecticut, DC, Florida, Georgia, Illinois, Indiana, Kansas, Kentucky, Louisiana, Maryland, Massachusetts, Michigan, Minnesota, Mississippi, Missouri, Nevada, New Hampshire, New Jersey, New Mexico, New York, Tennessee, Texas, Utah, Virginia, Wiscounsin.
Einnig uppfærði ég færsluna um [undir heimsins](https://www.eoe.is/gamalt/2004/07/04/17.49.57). Þar er ég núna kominn uppí 17, en þar hafa bæst við gamli bærinn í Prag, Hagia Sofia og Topkapi höllin í Istanbúl.
Bara svona fyrir forvitnissakir, ekki það að þú þurfir að nota hana en hvað kröfur gerir þú til að telja land með?
Stíga fæti á jörðina, stimpill í vegabréf eða gisting í ákveðnar nætur?
Annars mæli ég með för til afríku næst, skilur langmest eftir sig hjá mér að minnsta kosti.
Öll þessi lönd hef ég skoðað eitthvað. Ég myndi ekki telja til dæmis með millilendingu á flugvelli.
Ég hef verið að minnsta kosti tvo daga í öllum þessum löndum.
Tyrkland í “Mið-Austurlöndum”?
Semsagt ekki í Evrópu og Asíu?
Mér finnst Mið-Austurlönd fyndið konsept, ótrúlega loðið eitthvað.
En þú hefur komið til margra landa, það er gott, hefur örugglega góða brúnku.
Já, þetta var ekki mín hugmynd að setja Tyrkland í þann flokk, þetta var bara samkvæmt síðunni.
Og auðvitað er Mið-Austurlönd frekar asnalegt nafn. Mjög Evrópu-sentrískt. 🙂
Því miður, þá endist brúnkan ekki.
Heh, þú ert nú samt pínu applesínubrúnn á “um þig” síðunni. 🙂
Ég hef sjálfur komið til ótrúlega týpískra landa og aldrei þurft sprautur eða niðurgangspillur. Það er bæði gott og leiðinlegt.
Á frænda og fjölskyldu í Evanston, sonur hans útskrifaðist einmitt úr Northwestern. Þá veistu það.
Er strákurinn, sem útskrifaðist úr Northwestern, Íslendingur? Veit nefnilega ekki um nema einn fyrir utan mig, sem var í sama skóla.
Já, hann heitir Daníel. Útskrifaðist árið…hmm…hann er fæddur ’79…þú kannt þetta… 🙂
Hann var í Wesleyan. Er það kannski ekki sami skóli?