Ok, næsta mál á dagskrá í [uppboðinu](https://www.eoe.is/uppbod) til styrktar börnum í Mið-Ameríku áfram.
Í þessum hluta ætla bjóða upp gamlar myndavélar. Misgamlar og misvelfarnar, sem að einhverjir gætu haft gagn af. Ég vil einnig minna að hæsta boð í [digital vélina mína er 10.000](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/10/9.13.58/)
Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu [mér þá póst](mailto:einarorn@gmail.com) og ég set inn þá upphæð.
Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á fimmtudag
Solida III
Lágmark: 3.000
Myndir: [Solida III](https://www.eoe.is/uppbod/solida3-1.jpg)
Þessi myndavél er frá árinu 1954. Hún lítur mjög vel út í dag, en satt best að segja veit ég ekki hvort hún virkar, enda á ég ekki filmu í hana. Sjá nánari upplýsingar [um vélina hér]().
Kodak Instamatic 133-X
Lágmark: 500
Fyrsta myndavélin, sem ég átti. Notaði hana í eitt ár og hún kveikti hjá mér áhuga um myndavélar. Myndavélin er sennilega frá um 1970, enda var hún orðinn forngripur þegar ég fékk hana að gjöf. Sjá mynd [hér](http://www.nwmangum.com/Kodak/I133X-1.html).
Canon Canonet
Lágmark: 3.000
Myndir: [Canonet 1](https://www.eoe.is/uppbod/canonet-1.jpg) – [Canonet 2](https://www.eoe.is/uppbod/canonet-2.jpg)
Þessi myndavél er frá árinu 1961. Hún er ekki alveg jafnvel farin og Solida myndavélin, en samt í ágætis standi. Er með tösku. Einsog með Solida veit ég ekki hvort hún virkar.
Sjá nánaru upplýsingar [um Canonet hér](http://www.canon.com/camera-museum/camera/1955-1969/data/1961_net.html)
Canon Ixus L-1
Lágmark: 500
Mynd: [Canon Ixus L-1](https://www.eoe.is/uppbod/ixus-l-1.jpg)
Nota bene, þetta er **filmu**myndavél og það sem meira er, þetta er [APS filmumyndavél](http://www.reviewcentre.com/reviews1036.html). Get ekki séð marga notkunamöguleika, nema einhver vilji gefa litlum krakka myndavél. Ég fékk eldgamla myndavél þegar ég var 5-6 ára og það kveikti myndavélaáhugann hjá mér. Lítil taska fylgir. Annað ekki.
Solida, 5k
Pedro
Geri ráð fyrir að maður bjóði bara í hérna í gegnum ummæla formið…..
Solida III : 4000 íkr
K.D.
Solida III : 6000
7000
Klukkan er 00:00. Daddarrrrra.
Uppboði lokið.
Hæsta boð:
Solida III: 7000 – DonPedro
Önnur boð bárust ekki.
Geri síðbúið boð í Canonettuna 3000
Þorleifur S Ásgeirsson
leifur@simnet.is
s421 4210
og 1000 kr í IXUS