Stjórnarformaður KB-Banka [segir](http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1191139):
>Kaupþing banki hefur aldrei verið sterkari en nú, og eina hættan sem að honum steðjar og hann hafi ekki verið viðbúinn eru rangfærslur eða misskilningur á bankanum sem skjóta upp kollinum aftur og aftur. Þetta sagði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi bankans sem haldinn var í dag.
Mikið væri ég til í að eiga fyrirtæki, þar sem að “eina raunverulega hættan” gagnvart rekstri er sú að fólk útí bæ misskilji fréttir af rekstrinum. Það hlýtur að vera ljúft.
hvaðan er frasinn “eina raunverulega hættan” kominn? (þínar gæsalappir)
Það er svolítið mikilvægt “og” þarna í setningunni…
Gott dæmi um “gæðaskrif” á mbl.is. Erfitt að sjá hver meiningin átti að vera nákvæmlega.
En hvernig sem maður túlkar mbl-skuna þá er þetta nokkuð glæfraleg fullyrðing hjá Sigga…
Björn, Þetta er skýrara í prentuútgáfu Moggans í gær (þar sá ég þetta fyrst). Þar stendur:
>Eina raunverulega hættan sem bankinn stendur frammi fyrir eru þrálátar rangfærslur um eða misskilningur á starfsemi hans.
>Þetta sagði Sigurður Einarsson… á aðalfundi
Siggi er flottastur :biggrin2: