Ferðapælingar – Indlandsferð

Fyrir tveim árum skrifaði ég lista yfir 15 staði, sem mig langaði verulega mikið til að heimsækja. Einsog ferðapælingarnar mínar eru akkúrat núna þá gæti ég hugsanlega heimsótt þrjá þessara staða núna í haust.

Ferðapælingarnar eru aðeins að taka einhverja skýrari mynd í hausnum á mér eftir að hafa lesið í gegnum ferðabækur og heimsótt ýmsar vefsíður. Ég er búinn að fá vegabréfsáritun til Indlands og vegabréfið mitt er á leið til London þar sem ég fæ vonandi vegabréfsáritun til Nepal.


Ég hugsa að ég hafi um tvo mánuði til að ferðast og það ætti að geta orðið ágætis ferðalag. Ég er að gæla við að sjá eftirfarandi lönd: Indland, Bangladesh, Nepal og Kína. Þarna eru auðvitað tvö fjölmennustu lönd veraldar, svo ég sé auðvitað ekki nema brot af þeim löndum.

Planið er semsagt núna að fljúga til Delhi. Ýmislegt veltur á því hversu miklum tíma ég ætla að eyða í Nepal, en ef ég sleppi lengri gönguferðum, þá ætla ég að reyna að eitthvað af vestur Indlandi, þar á meðal Amritsar og þar í kring. Ef ég labba mikið í Nepal þá ætla ég hins vegar að sleppa þessum hluta.

Allavegana, frá Delhi getur maður auðvitað séð Taj Mahal. Síðan myndi ég halda í austur og fara til Varanasi og þaðan upp til Nepal. Í Nepal myndi ég strax fara upp til Khatmandu dalsins og skoða umhverfið þar. Spurningin er svo hvort ég leggi í lengri gönguferð. Í Nepal eru tvær þriggja vikna göngur, sem að heilla mig. Annars vegar er það gangan uppað grunnbúðum Mt. Everest og hins vegar er það ganga um Annapurna fjöllin. Ég þarf eiginlega að gera upp við mig hvort ég nenni í svona langar göngur.

Allavegana, frá Nepal ætla ég svo að fara í hópferð upp til Tíbet. Ég komst að því að kínverska sendiráðið hérna á Íslandi gefur ekki út vegabréfsáritanir til fólks, sem er að ferðast til Tíbet þannig að ég þarf að skoða þau mál í Khatmandu. Í Tíbet er auðvitað draumurinn að skoða Potala höllina í Lhasa, sem mig hefur lengi dreymt um að heimsækja.


Ferðin til Tíbet er hringferð, sem endar í Khatmandu. Þaðan ætla ég að skoða Royal Chitwan þjóðgarðinn í Nepal þar sem ku vera ansi vinsælt að ferðast um á fílum.

Svo myndi ég væntanlega fara aftur inní Indland. Er ekki alveg búinn að gera upp við mig hversu mikið ég geri þar, en ég er allavegana að hugsa um að enda ferðina í Bangladesh. Þar ætla ég að fara til höfuðborgarinnar Dhaka og þaðan niður einhverja ánna niður til Sundarbarns. Þaðan eflaust upp til Dhaka og svo aftur til Delhi þar sem ég myndi fljúga aftur til London.

14 thoughts on “Ferðapælingar – Indlandsferð”

  1. Tetta hljomar ekkert sma spennandi…. eitthvad sem eg vaeri til med ad gera i framtidini….
    eg skodadi listan hja ter um ta stadi sem tu skrifadir um fyrir 2 araum og hef sed einn af teim nuna a sidustu dogum… ad visu kafadi eg ekki vegna erfileika med annad eyrad. en tad hefdi verid rosalega gaman.. Great Barrier Reef – Ástralía er svo flottur stadur… getur sed nokkrar myndir a siduni minni sem voru teknar a einnota myndavel… 🙂
    Kv fra astraliu… Kristjan R

  2. Hagnaður, flugmiði um 100.000 + um 1500-2000 kall á dag = sirka 200-250.000.

    Kristján R, hvaða stað varstu á? Ég var á Roatan og þar í kring í fyrra, en ekki fyrir 2 árum.

  3. Þetta er örugglega samt alveg það ódýrasta svæði sem þú getur ferðast um…

    t.d. í Bangaldesh eyddi ég tæpum 30 þús á einum mánuði… og lifði bara mjög vel, á fínu (miðað við venjulega) hótelherbergi með eigin baðherbergi og kapalsjónvarpi, og fríu interneti… tók leigubíl í staðinn fyrir rútu ef ég fór eitthvað út fyrir Dhaka osfrv… þetta tvennt plús vegabréfsáritanir/framlengingar og smá fatakaup voru mikill meirihluti af þessum 30 þús kalli því maturinn kostar ekkert… t.d. 20 kr fyrir naan og karrý á local stað.

    Hmm… reyndar var ég auðvitað bara mest í Dhaka og líka hjá local fjölskyldu í eina viku sem kostaði mig ekkert… en samt…

    1500-2000 og þú ert í mjööög góðum málum…

  4. Já, ég var að gefa mér upp mjög háar tölur af ásettu ráði. Svona bjartsýn áætlun var að fara ekki yfir 1500 kall á dag. Miðað við það, sem ég hef lesið, þá æti það að takast.

  5. Með gönguferð í Nepal, þá þarftu ekkert endilega að fara í svona langa ferð, það er voða gaman að kíkja upp í fjöllin þarna, það er svo fallegt og jafnvel bara 4 daga gönguferð getur verið frábær upplifun! Ég sé samt alltaf eftir því að hafa ekki farið í lengri göngu þar…

  6. 1500 til 2000 er mjög ríflegt á dag á Indlandi, utan Mumbai þá er ekkert mál að hafa það ódýrt og mjög gott enda er Naan og Paneer hverskonar æði og kostar alltaf undir 30 kr ísl á local stað.

    Reyndar aðeins of seint, en vegabréfs-áritun til Nepal er ódýrari á landmærunum eða í Indlandi. Og tekur fyrirtækið sem þú ætlar með inn í Tíbet ekki að sér að redda vegabréfsáritunni þangað fyrir þig?

    Þú getur ferðast einn til Tíbet, þarft bara að koma þér í Chengdu og fá þar lögreglu-uppáskrifun og taka nýju fínu lestina þangað inn.

    …og þú veist þetta sennilega strax en mundu að Taj Mahal er lokað á föstudögum nema ef þú setur túrban á hausinn og segist vera múslimi, þá kemstu ókeypis inn en verður að fylgjast með bænunum sem refsingu. Nauðsynlegt að sjá líka Taj hinni hlið bakkans að mínu viti og algert lykilatriði að vera mættur á hliðið kl. 6 að morgni því dagsferðirnar til Taj frá Delhi mæta með 7:20 lestinni og fylla hofið sem dregur mjög úr mætti þessi og minningum.

    Og ef þú villt fara að skipuleggja þig meira reyndu þá að útvega þér ‘Trains At A Glance’ sem er algert must fyrir lestarferðir, myndi bjóða mína en hún varð vatni að bráð… :confused:

  7. Erna, hvaða lengri göngu sérðu eftir að hafa ekki farið í?

    Daði, þakka þér fyrir punktana – ég tékka á þessari bók – hvar fæ ég hana?

    Og hvernig á ég að koma mér til Chengdu án þess að fara í gegnum Tíbet???

  8. Mæli með NV-Indlandi hafirðu kost á. Smá hringferð til Rajastan, t.d. Jaipur-Jodhpur og einhverjir smábæri á leiðinni þarf ekki að taka nema 3-4 daga.

    Amritsar er óneitanlega líka álitlegur kostur og vel má sameina þetta. Kominn til Amritsar hlýtur freistingin að vera of sterk til að halda þér frá Lahore og mögulega 3-4 daga Pakistan-ævintýri, flug til Peshawar kostar líklega innan við 10000 kall roundtrip. Íslendingar eru ein af fáum þjóðum sem ekki þarf áritun til Pakistan. Sá sem reddaði því hefur örugglega gaman af því þegar menn nýta sér það.

  9. Getur fengið Trains at a Glance hjá flestum blaða/bókasölu mönnum á lestarstöðunum og eflaust á fleiri stöðum.
    Mjög nauðsynlegt að hafa til að geta planað lestarferðir og til að bóka í lestirnar… Mæli með að gera það með amk dagsfyrirvara ef þú vilt vera öruggur um pláss, ég lenti stundum í veseni því að lestirnar voru fullar…

  10. Ok, takk Pálína – kaupi þetta þá þegar ég er kominn til Indlands.

    Og takk líka, AMG – þetta hljómar spennandi. Magnað að maður þurfi ekki VISA til Pakistan. Aldrei hefði mér dottið það í hug.

  11. Þú kemst til Chengdu bæði frá Katmandu og Delhi í flugi t.d.

    Að lokum varðandi lestirnar, munda að næstum allstaðar, nema í mestu skúmaskotum og smábæjum er sér röð fyrir útlendinga. Sparar þér marga klukkutíma í röð en mundu að vera BÚINN að fylla út bókunarblaðið áður en þú mætir, sumir Indverjarnir eru full mikið í skriffinnsku og senda þig burtu og aftast í röðina áður en þú mætir. Einn staður til að komast að því hvaða lestar keyra og hvenær, annar gluggi yfirleitt til að kaupa miðana.

  12. Ég fór smá spotta, fyrsta hlutann af Annapurna base camp leiðinni og það var svo ótrúlega fallegt þar. Veikindi komu í veg fyrir lengri ferð, en ég stefni á að fara þangað einhvern tíman á ævinni! En annars ku vera mjög fallegt á mörgum stöðum þarna, það fór hópur frá Íslandi inn á Langtang fyrir nokkrum árum síðan og þau báru því mjög vel söguna, en það er víst svolítið afskekktara en á Annapurna svæðinu, þar sem er nóg að taka bara rútu til Pokhara (heitir bærinn ekki það, minnið tekið að ryðga eftir áratug…) og byrja að labba….

  13. Gott kvöld
    Við hjónin ætlum að skreppa til Deli í ágúst 2007 en mér hefur gengið erfiðlega að fá að vita um auðveldustu leiðina til Agra þar sem við ætlum að dvelja í 5-7daga.
    Vatnið á flöskum er sagt mengaðóg í Mogganum er sagt í fréttum í dag að Coca Cola sé blandað hæfilegu magni af skordýraeitri og hefur Hæstiréttur landsins krafist uppskriftanna til að sannreyna þetta.Þá hefur maður áhyggjur af matnum en aðstiðar landlæknir segir mann þurfa varnir upp í hvirfil??
    kveðja
    Þór Gunnlaugsson

Comments are closed.