Ég gleymdi alltaf að setja hérna inn bréfið, sem ég fékk frá Oxfam sem staðfestingu fyrir framlagi mínu eftir [uppboðið](https://www.eoe.is/uppbod/), sem ég stóð fyrir í desember.
Framlagið endaði í 7.472 dollurum, sem var þá um 500.000 krónur en myndu í dag vera um 535.000 krónur.
Ástæðan fyrir að ég birti þetta núna er að ég fann bréfið í gríðarlegri tiltekt, sem ég hef staðið í í dag. Það er magnað hvað maður gerir þegar maður nennir ekki að hugsa um suma hluti. Ég er búinn að fylla þrjá fimm ruslapoka af drasli og svo er ég líka búinn að ákveða að vera með annað uppboð fyrir næstu jól. Er kominn með eitthvað af dóti í það og ætla líka að skoða hvort að fólk í kringum mig eigi ekki eitthvað sniðugt til að bjóða upp.
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.
Peningurinn, sem safnaðist í uppboðinu fór allur til hjálparstarfs Oxfam í Mið-Ameríku – Hondúras, Níkaragva, Gvatemala og El Salvador. Vonandi að þetta nýtist vel.
Stórglæsilegt hjá þér Einar.
gangi þér vel í því sem þú ferð að taka þér fyrir hendur.
Takk 🙂
Við þekkjumst ekki en ég verð bara að segja hvað mér finnst uppboðið þitt frábært framtak, og hvatning fyrir mann sjálfan að fara að gera eitthvað fyrir einhvern annan en sjálfan sig alltaf hreint. *Klappklappklapp*
Takk, Unnur. 🙂