Ok, þá er það síðasti hluti uppboðsins!!
Þú getur lesið um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod).
Núna eru það tvær eðal vínflöskur, sem eru boðnar upp.
The Macallan viskí
Single Malt Highland Schotch Whiskey – 12 years old
Lágmarksboð: 5.000 krónur
Poggio Alle Mura rauðvín
Árgerð 1998. Þetta er klassavín, sem ég fékk gefið úr einkasafni góðs manns. 1998 árgangurinn af þessu víni fékk fékk 93 stig af 100 í maí hefti Wine Spectator 2003. Topp árgangur af topp víni!!!
Lágmarksboð: 10.000 krónur
Uppboði lýkur klukkan 23:59 á föstudagskvöld. Ef fólk býr á höfuðborgarsvæðinu, þá get ég reynt að koma flöskunum til þess á aðfangadagsmorgunn!
Ég býð 5000 kr. í viskýið.
Heill og sæll meistari. Ég var víst búinn að lofa að taka þátt í uppboðinu og býð því 6000 kr. í þetta eðalviskí.
Ég býð 7.000.- kr í þessa fallegu wiskýflösku.
Blessaður vinur,
Mér finnst aldrei leiðinlegt að drekka til að bjarga börnunum, ég býð 10,000 kr.
Gleðileg Jól,
Genni
Genni, býðurðu 10.000 í rauðvínið eða viskíið?
Whiskíið. Frábært framtak hjá þér!
Uppboði lokið: Genni vann viskí flöskuna á 10.000 kall. Ekkert boð barst í rauðvínið.
Genni, hvernig ætlarðu að nálgast þetta???
Eg fae einhvern til ad na i thetta milli jola og nyars…. sendu mer reikningsnumerid til ad eg geti millifaert.
Gledileg jol vinur, heyrumst betur sem fyrst,
Bestu kv.
Genni og Sandra
Kannski taka það fram að rauðvínið seldist fyrir 10.000 krónur.