Ferð

Kristján Atli er [búinn að skrifa á Liverpool blogginu](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/02/14/21.23.32/) um ferðina sem ég er að fara í núna eftir tvær vikur. Ég er semsagt að fara með hinum Liverpool bloggurunum (mínus Aggi) til Liverpool þar sem ég mun sjá uppáhaldsliðið mitt keppa við hið andstyggilega lið Manchester United og svo þrem dögum seinna við hitt uppáhaldsliðið mitt, Barcelona.

Bara svo að það sé alveg á hreinu, þá mun ég halda með Liverpool í báðum leikjunum. Ég stefni svo á að fá mér einn, jafnvel tvo, þrjá eða fleiri bjóra á pöbbum og skemmtistöðum Liverpool borgar. Ég hef ekki farið til útlanda síðan ég kom heim frá Asíu, sem er náttúrulega alveg ferlegt. 🙂

2 thoughts on “Ferð”

  1. Ég skil ekki löngun áhangenda Liverpool að ferðast til útlanda í þeim tilgangi að sjá lið sitt tapa.

Comments are closed.