- Ég fór á Air tónleikana á þriðjudaginn. Upphitunin var ekki góð. Air voru ágætir, en samt ekki nógu góðir. Ég hafði ekki ætlað að fara á tónleikana, en vinur minn veiktist þannig að ég fór með konunni hans og vinum hennar. Þetta var fínt, en samt ekkert ofboðslega gott. Frábær útgáfa af La Femme d’Argent bjargaði þessu fyrir horn. Snillingurinn Dr. Gunni tók lagið upp og dreifir á síðunni sinni.
- Tekið skal fram að ég svaf ekki hjá eiginkonu vinar míns eftir tónleikana.
- Í gær fór ég að borða á Reykjavík Pizza Company með vinkonu minni. Við sváfum ekki saman eftir matinn, heldur fórum bara á Kaffibarinn, þar sem við spjölluðum um fulltaf skemmtilegum og spennandi málum. Ég var harðákveðinn að skrifa blogg um stelpumál eftir þetta spjall, en svo hef ég bara verið of latur. RPC er verulega góður staður. Þarna fást pizzur sem eru eiginlega alveg einsog á Eldsmiðjunni.
- Í kvöld fór ég með vinum mínum útað borða á Rosso Pomodoro. Það er ekki nógu góður staður. Eða þá að ég er ekki nógu góður að panta réttu réttina þar. Vinir mínir eru hins vegar góðir gæjar, þrátt fyrir að þeir þurfi að fara að sofa snemma, sem sést á því að ég er að blogga núna klukkan 10.
- Við spiluðum pool. Ég hef aldrei gert mér neinar hugmyndir um það að ég sé sérlega góður í pool. En jedúddafokkingmía hvað ég var lélegur í kvöld. Þetta var pínlegt.
- Ég er að fara til útlanda á laugardaginn og ég er að deyja úr spenningi. Skrifa meira um það á morgun.
- Apple eru búnir að uppfæra iPhone heimasíðuna. Ég þrái þennan síma! Ég held að mig hafi aldrei langað jafn mikið í nokkurt tæki án þess að hafa séð það “live”. Ég fæ vonandi tækifæri til að prófa símann í utanlandsferðinni minni.
6 thoughts on “Síðustu dagar”
Comments are closed.
Bíddu, af hverju neitarðu því ekki líka að hafa sofið hjá Dr Gunna?
Hmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm?
Af því að ég hitti hann ekki. 🙂
HAHA!
heiiii sváfstu hjá Rosso Pomodoro félögunum ;)???
hef prófað þann stað nokkrum sinnum og hann er aldrei góður crap þjónusta líka..hlakka til að lesa stelpumála færsluna…og shittt hvað mig langar í I-phone! 🙂
Nýja uppáhalds orðið mitt: “jedúddafokkingmía”. 🙂
Haha, Elín! Nei, ég gleymdi að taka það fram að ég svaf ekki heldur hjá vinum mínum. En þú fékkst nú að heyra grunnstefið í þessari færslu þarna um kvöldið. 🙂
Og ánægjulegt að þetta sé nýja uppáhaldsorðið þitt, Unnur. Það er hægt að nota þetta í öllum setningum! 🙂
Af hverju voru fíflin í áhorfendaskaranum að klappa með La Femme d’Argent? Hélt fólk að það væri á Skímóballi?