Uppboð 2007: Ný Francis Francis kaffivél

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Einsog í fyrra, þá voru þau hjá Danól svo indæl að gefa mér glænýja og flotta FrancisFrancis espresso kaffivél til að bjóða upp.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð. Hérna eru það geisladiskar og bækur, sem eru boðnar upp. Enn eru eftir til dæmis vínflöskur, gjafabréf á veitingastöðum og e-ð fleira.

Þetta er glæný og algjörlega ónotuð vél. Enn í kassanum.

Lágmarksboð er 10.000 krónur og uppboði lýkur á fimmtudag 20.des klukkan 23.59.

5 thoughts on “Uppboð 2007: Ný Francis Francis kaffivél”

  1. Hjalti, ég veit það ekki avleg. En þegar ég bauð upp samskonar vél í fyrra, þá sagði gaurinn hjá Danól mér að hún kostaði ný 33.000 krónur útí búð.

Comments are closed.