**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**
* * *
Einsog í fyrra, þá voru þau hjá Ölgerðinni svo indæl að gefa mér tvær vínflöskur.
Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð.
Grand Marnier Lounge Box
Sjá mynd af flöskunni hér. Ekki til í ÁTVR, en aðrar Grand Marnier eru á yfir 4 þúsund.
Masi Amarone
Sjá mynd af flöskunni hér. Kostar í ÁTVR um 3 þúsund.
Lágmarksboð er 1.000 krónur og uppboði lýkur á fimmtudag 20.des klukkan 23.59.
4.000 í Grand Marnier flöskuna.
1.000 í Masi
2.000 í Amarone-flöskuna
Er þetta árgangur 1988?
Óháð því, þá býð ég 3000 kr í Amarone 🙂
Býð 4000 þúsund í Amarone
Þetta er almennilegt Hansi, 4 millur, ég get ekki toppað það 😉
nei ég hugsa að ég verði að draga boðið til baka en peningnum væri altént vel varið. nýtt boð 4000 kr þú ættir að getað toppað það Siggi.
Ég býð 1500 í MASI
Ellen það er nún þegar búið að bjóða 4.000 í Masi Amarone flöskuna. Sjá komment #7
Ekki það að ég sé ekki hrifinn að því að þú sért að styrkja góð málefni, en er ekki áfengissala ólögleg, nema þú hafir sótt um sérstakt vínveitingaleyfi? 🙂
Jú, það má eflaust finna einhver lög gegn því. En ef að lögreglan hefur ekki þarfari hluti að gera en að agnúast útí þetta, þá er mér öllum lokið. 🙂
Uppboði lokið.
Hæstu boð:
Masi 4.000 Hansi
Grand Marnier 4.000 Kristján Atli