Uppboð 2007: Út að borða

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Þá er það síðasti hluti uppboðsins þetta árið.

Ég ætla að bjóða upp nokkrar máltíðir á Serrano og Síam. Ég ætla að bjóða upp nokkur gjafabréf frá hvorum stað. Semsagt fyrirtækið okkar Emils leggur til gjafabréfin og allt verðmæti gjafabréfanna rennur óskipt til Oxfam.

Ég er að leggja til nokkur eintök af sama hlutnum, svo að ég mun selja þetta til þeirra 5 sem bjóða hæst (í tilfelli Síam) og þeirra 10 sem bjóða hæst í tilfelli Serrano.

* * *

Síam: Gjafabréf uppá 5.000 krónur. Þetta er útað borða á Síam, sem er taílenskur veitingastaður í Dalshrauni í Hafnarfirði. 5.000 krónur dugar fyrir mat fyrir 2 með drykkjum. Ég ætla að bjóða upp 5 slíka pakka.  Lágmarksboð er 2.000 krónur.

Serrano: Gjafabréf fyrir 2 burrito og gos eða 2 quesadilla og gos á Serrano. Ég ætla að bjóða upp 10 slíka pakka.  Verðmætið á þessum pakka er 1.858 krónur.  Lágmarksboð er 1.000 krónur

Uppboði lýkur klukkan 23.59 á föstudaginn

11 thoughts on “Uppboð 2007: Út að borða”

  1. Vá hvað maður væri til í einn kjúklinga burrito núna!

    En já, Einar, vinkona mín var eitthvað að tala um að það væri búið að lengja opnunartímann á Serrano til kl 1 um nótt. Ég gerði ráð fyrir því að þetta væri bara gróusaga þar sem það stóð ekkert um það á serrano.is. Ég spyr þig samt til öryggis, svo ég geti jarðað þessa sögu.

  2. Nei, ekki alveg til klukkan 1. En það er búið að lengja afgreiðslutímann á Hringbraut. Áður var opið 11-11, en núna er opið 10-miðnættis. Og svo lengur á föstudögum og laugardögum.

  3. Sá það vantar 1 upp á að fylla Serrano kvótan … 1500 í Serrano ef það er enn tekið við boðum

Comments are closed.