Jæja, er ekki kominn tími á skrif á þessari síðu? Ég er allt í einu í þeirri stöðu að ég hef ekkert að gera næstu klukkutímana þangað til að Gay Pride gangan byrjar og þar sem ég nenni ekki út, þá er ekki úr vegi að endurlífga þessa síðu aðeins.
* * *
Ég fór semsagt á Þjóðhátíð í Eyjum um síðustu helgi. Hún var eiginlega alveg fáránlega skemmtileg. Ég fór með fjórum strákum með flugi frá Reykjavík á föstudagskvöldinu og við gistum í húsagarði rétt hjá Herjólfsdalnum. Ég var fljótur að þakka Guði fyrir það því síðast þegar ég var á Þjóðhátíð var ég í tjaldi í dalnum og ég fæ hausverk af því að minnast þess þegar ég vaknaði við fjölskylduskemmtunina á laugardags og sunnudagsmorgninum.
Á föstudagskvöldinu fórum við nokkuð fljótt í Dalinn og horfðum þar á Ragga Bjarna, Doktor Spokk, frumflutning á Þjóðhátíðarlaginu og eitthvað fleira fyrir brennu. Ég dansaði svo með vinum fyrir framan stóra sviðið með Í Svörtum Fötum og litla sviðið með einhverri annarri sveit. Um 5 leytið ákváðu svo allir að stinga mig af, þannig að ég sat eftir með einni vinkonu minni í Brekkunni og ákváðum við fljótlega að segja þetta gott.
Eftir frábæra sundferð á laugardeginum fórum við svo eitthvað út fyrir bæinn þar sem að Ölgerðin var með partí þar sem að meðal annars var keppt í nokkrum hressum íþróttagrein. Ég og vinir mínir mynduðum Team Serrano, þar sem ég var eini fulltrúi Serrano á svæðinu. Við unnum þá keppni með glæsibrag þrátt fyrir að menn hefðu verið orðnir allnokkuð ölvaðir. Það var eiginlega svo að um sex leytið (kl 18 það er) á laugardeginum vorum við flestir orðnir fáránlega fullir. Svo fullir að einn okkar drapst áður en hann komst í Dalinn. Mér tókst að komast í Dalinn og ég horfði á Nýdönsk spila en fann svo á mér að ég væri búinn að drekka aðeins of mörg Tópas skot og var því kominn inní tjald um eitt leytið, sem varð til þess að ég fékk allmörg skot á sunnudeginum.
Á sunnudeginum fórum við í stórskemmtilega sundlaugarferð þar sem að gestir skiptust á að vera með uppistand. Fórum svo í ógeðslega þynnkupizzu og vorum svo mætt í dalinn um 9 leytið. Horfðum á Á móti Sól og einhverjar sveitir og svo auðvitað Brekkusönginn. Sú stund var talsvert ánægjulegri en á síðustu Þjóðhátíð og ég gat á núna hreinlega ekki ímyndað mér stað og stund og félagsskap sem væri betri.
Við dönsuðum svo við tónlist Páls Óskars og þegar það byrjaði að rigna löbbuðum við á milli Hvítra Tjalda þar sem að einn vinur okkar drapst, lífguðum hann svo við, löbbuðum meira um, dönsuðum og skemmtum okkur fram á morgun. Á mánudeginum áttum við flug klukkan 10.10 og vorum því vöknuð rétt fyrir þann tíma. Heyrðum þá að öllum flugum væri frestað og eyddum því fyrstu klukkutímum dagsins liggjandi inní tjaldi, kallandi brandara á milli tjalda þangað til að við fengum upplýsingar um að byrjað væri að fljúga. Þurftum þó að bíða einhverja 3 tíma útá flugvelli þangað til að við fengum flug heim til Reykjavíkur.
Þetta var stórkostleg helgi!
En auðvitað er ferðasagan mun skemmtilegri þegar maður segir hana í eigin persónu með öllum þeim sögum og þeim einkahúmor sem passar ekki alveg inná þessa síðu. 🙂
Ég setti inn nokkrar myndir á Flickr myndasíðuna mína, en flestar eru þær læstar nema þeim sem eru skráðir vinir mínir þar, en þarna eru nokkrar góðar myndir. Myndirnar eru líka á Feisbúk hjá mér.
* * *
Í gær fór ég svo útað borða á Tapas barinn og svo á Eric Clapton tónleikana þar sem að mér var boðið. Þessir tónleikar voru ágætir. Hitinn í Egilshöll er auðvitað óbærilegur og hljómurinn ekki sá allra besti, en það eru svo sem ekki stærstu atriðin. Aðallega er ég enginn sérstakur Eric Clapton aðdáandi og því erfitt fyrir mig að skrifa um þá. Ég fíla einfaldlega ekki svona blús-rokk með endalausum gítar- og píanósólóum. En það var samt fínt að vera þarna í tvo tíma og Cocaine gerði þetta þess virði (þótt ég skilji ekki af hverju hann spilaði ekki Layla!). Mikið hefði þó verið skemmtilegra að fá Bruce Springsteen víst það er í tísku að flytja inn sextuga rokkara. Þá hefði ég sko mætt, stillt mér upp við sviðið og öskrað með öllum lögum.
* * *
Jæja, ég ætla að drífa mig niður í bæ í lunch og að horfa á gönguna. Í kvöld ætla ég svo að mæta í afmæli til stærsta aðdáanda Yossi Benayoun á Íslandi og á morgun er ég svo með matarboð fyrir Sigga majónes. Já, þetta stefnir í enn eina frábæra helgi þetta sumarið. Lífið er yndislegt.
verð að viðurkenna að ég saknaði líka Layla og Tears in Heaven en þetta voru samt skemmtilegir tónleikar 😀
ég er algjörlega sammála þér með Clapton, er alveg adáandi svona rokkblús en þá á maður bara að sitja við borð, digla fótunum og drekka bjór.. ekki vera í svitabaði í troðningi.. og ég skil heldur ekki afhverju hann spilaði ekki Layla.. 14 ára unglingurinn minn, sem var búinn að hlakka til tónleikana í allt sumar var ótrúlega svekktur með það ..
Takk fyrir komuna til Eyja. Alltaf gaman að sjá að fólk hefur skemmt sér vel á eyjunni fögru í suðri.
Maður gerðist víst ekki svo heppinn að rekast á þig í Eyjum, en já, þetta var fáránlega skemmtileg Þjóðhátíð.