Vegna flutninga (skrifa um þá síðar), þá er ég að selja eitthvað af dótinu mínu (það er það sem ég hef ekki selt á uppboðum undanfarin ár.
Uppboðinu hefur fylgt alls kyns basl, þannig að núna vil ég selja hluti í færri en stærri einingum. Þetta er annars vegar myndavél og svo hins vegar DVD / Xbox leikir. Þetta verður ekki merkilegt, en ég ætla samt að gefa allt sem ég fæ til góðgerðarmála. Það verður hægt að bjóða í hlutina fram á föstudagskvöld og fólk verður að sækja hlutina á laugardaginn. Uppboðinu lýkur kl 20 á föstudagskvöld.
Ok, fyrst er það semsagt Canon EOS 20 D myndavél. Hún er með 18-55 mm linsu. Þetta er frábær vél fyrir langflesta, en ég er nýbúinn að kaupa mér aðra vél. Vélin er 3 ára gömul og í nokkuð góðu ástandi, þótt hún hafi vissulega ferðast víða. Á Flickr síðunni minni geturðu séð slatta af myndum, sem ég hef tekið með þessari vél, þar með talið allar myndirnar frá Mið-Austurlöndum (Sýrland og Líbanon) (og hérna geturðu séð myndir sem að aðrir hafa tekið með henni). Hérna eru allar tækniupplýsingarnar um vélina.
Hérna er mynd af vélinni. Með henni fylgir taska og hleðslutæki
Mér finnst sanngjarnt verð vera allavegana 20.000 krónur.
Einnig er ég að selja 50 mm linsu. Hún er mjög nýleg og þetta er verulega góð linsa. Hentar sérstaklega vel í aðstæður þar sem það er lítil birta.
Mér finnst sanngjarnt verð vera allavegana 10.000 krónur.
Einnig ætla ég að gera eina lokatilraun til að selja ATV sjónvarpið mitt. Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní geysmlu hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í þrjú fjögur ár. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 100 krónur.
Einsog áður, þá setjiði bara ykkar boð í komment við þessa færslu!
Blessaður,
Byrja á að bjóða 10.000 kr í linsuna til að opna þetta uppboð.
Stígur
Ég skal byrja á myndavélinni, ég býð 20.000kr.
Baldvin
Sæll
Ég býð 25 þúsund krónur í myndavélina.
Kv. Halldór Berg
Bíð 35 fyrir hvoru tveggja – myndavél og linsu.
kv. Skapti Örn
Hvernig er með sjónvarpið, eru eitt eða tvö skarttengi? Fjarstýring? Jack fyrir heyrnartól?
Ef linsan er enn til, þá er ég til í hana á 18þ.
100 kr í sjónvarpið
800 kr í sjónvarpið
Ég býð 38.000 kr. í myndavélina og linsu
kveðja,
Pétur Oddbergur
Já, þetta er F1.4 linsa.
Sjónvarp með 2xsvart, fjartsýringu og headphone jack.
Pétur Oddbergur, það var búið að bjóða 25 þúsund í myndavélina og 18 þúsund í linsuna, þannig að 38.000 nær ekki að vera hæsta boð. Það þyrfti að bjóða meira en 43 þúsund.
Hæstu boð:
Sjónvarp: 800 (Halldór S)Linsa:18.000 (Halldór)Myndavél: 25.000 (Halldór Berg)
Já, til að árétta – þá eru þetta semsagt hæstu boð einsog stendur. Einsog segir í færslunni verður hægt að bjóða í þetta fram á föstudagskvöld – miðum við kl 20 á föstudagskvöld.
Býð 27k í myndavélina
Sæll Einar, flott framtak.
Býð 2 þús kr í sjónvarpið.
Sorrý.. 🙂 Ég misskildi þetta aðeins. Sleppum linsunni og ég býð 28 þús. í myndavélina. 🙂
Kveðja,
Pétur Oddbergur
Tvö tilboð frá mér.
a) 50 þúsund í bæði vél og linsu.
b) 30 þúsund í vélina eingöngu.
Kv. Skapti Örn
Sæll Einar.
Ég býð 30 þús í myndavélina
kv.
Vilhjálmur Alvar
Hvernig Xbox? 360? og hvaða leikir?
Sjá hérna – þetta eru bara leikir.
Ok, hæstu boð eru núna:
Sjónvarp: 2.000 (Ingibjörg)
Linsa + Myndavél 50.000 (Skapti Örn)
Til að bjóða betur en Skapti þurfa menn annaðhvort að bjóða yfir 30.000 í myndavélina eða yfir 20.000 í linsuna.
Smá breyting á tilboði frá mér. Ætla að bjóða 32 þúsund í myndavélina og dreg því tilboðið í bæði myndavél og linsu til baka.
Ok, þá eru hæstu boð svona:
Sjónvarp: 2.000 (Ingibjörg)
Myndavél 32.000 (Skapti Örn)
Linsa:18.000 (Halldór)
Uppboði lýkur klukkan 20 á föstudagskvöld
Það kom nafnlaust tilboð uppá 20.000 í linsuna.
Hæ,hæ.
Býð 22 þ í 50mm linsuna.
Kv
Guðni
23.000 fyrir 50mm linsuna
Ég býð 33.100kr fyrir myndavélina 😉
kveðja
Baldvin
33.000 fyrir vélina
Villi Alvar
34.000 fyri vélina
Villi alvar
35 fyrir vélina
klukkan hér er vitlaus, hún er núna 7:54pm skv http://www.timeticker.com/ (og tölunni minni) :/
36.000 fyrir vélina
37 fyrir vélina
24 þ fyrir 50mm linsuna.
Kv
Guðni
38.000
😀 40þús og kl. er 19:59
39 fyrir vélina
41500 fyrir vélina
Fyrir myndavél
42.000 fyrir myndavél
42000
42500 fyrir vélina
42500
43 – lokatilboð
43000
ok 43500 lokaboð
Mig langar að stríða ykkur og bjóða 44000 og sjá hvort þið standið við það, enþið megið eiga þetta.
Þakka skemmtilegt og spennandi uppboð.
Nú er spurning hvort lokaboð kl. 20:09 gildi. Ég held að klukkan hér sé 7 mínútum of fljót svo Halldór Berg hafi þetta á 42.000kr
Það verður spennandi að vita hvernig Einar tekur á þessu – hver hafi hreppt vélina! Allavega gott að hífa verðið upp enda þarft málefni sem við erum að styrkja 🙂
ég er ekki eins snöggur að rífressa eins og þið Villi 😉 (þetta uppboð er verra en ebay!).
Test á klukku
Test á klukku aftur.
Ok, það er ljóst að klukkan á blogginu mínu er vitlaus. Fáránlegt hjá mér að fatta það ekki fyrr en núna. Þar sem menn voru að bjóða fram á síðustu stundu verð ég að miða við rétta klukku, en ekki þá sem er á blogginu.
Besta viðmiðið hjá mér er að taka klukkuna í tölvunni minni, sem er samstillt við Apple servera og á því að vera hárrétt (hún virðist match-a nákvæmlega við þessa TimeTicker síðu). Ég prófaði þetta og klukkan 20:11:00 hjá mér þá var hún 20:17 á blogginu. Það þýðir að hún sé 6 mínútum of fljót, en ekki 7 mínútum einsog Baldvin vill meina í sínu kommenti. Ég gerði tvær tilraunir og það kom það sama út. Ég gerði líka tilraun hjá mér þegar að klukkan var 20:26:00 á tölvunni minni og þá var hún 20.32 á blogginu (einsog sést af kommentunum mínum). Þannig að klukkan á blogginu er greinilega 6 mínútum á undan.
Uppboðinu átti að ljúka klukkan 20:00 þannig að síðasta gilda boð hefði átt að vera síðasta boðið með 19.59 sem tímastimpil.
Ok. Það þýðir að miðað við þessa vitlausu klukku átti síðasta gilda boð að vera með tímastimpilinn 20.05. (Endilega bendið mér á vitleysur ef einhverjar eru í þessari lógík hjá mér).
Það þýðir að Skapti Örn vann uppboðið á vélinni á 37.000 og Guðni (Gros) vann uppboðið á linsunni á 24.000.
Ég veit ekki hvernig ég get verið get útkljáð þetta öðruvísi. Það er mjög líklegt að þeir sem hafi verið að fylgjast með uppboðinu hafi verið að horfa á klukkuna í tölvunni sinni, sem ættu að vera að fylgjast með sama tímanum (allavegana miða allar Apple tölvur við þennan central server og ég held að Windows vélar geri það líka). Ómögulegt var fyrir fólk að vita nákvæmlega hvernig blogg klukkan virkaði þar sem hún kemur ekki upp nema að menn skrifi inn komment og ólíklegt að einhverjir hafi verið svo skipulagðir í uppboðinu.
Þetta er allavegana æsilegasti endasprettur á blogguppboði sem ég hef séð og hef ég nú ágætis reynslu í þessum málum.
Já, og Ingibjörg vann sjónvarpið á 2.000 krónur.
Já, og kannski taka það fram að ef menn vilja sannreyna þetta með tímann, þá er þeim velkomið að kommenta. 🙂
Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér Einar, þetta var í kringum 6-7 mínútur og sex er líklegast rétt miðað við það sem ég var að reyna að finna út þarna á þessum fimm minútum frá mínu (alltof lága) tilboði. Flott framtak annars hjá þér