Jæja, klukkan er 15.25. Geir HH heldur blaðamannafund eftir 45 mínútur. Allar mínar eigur eru núna í eina bankanum á Íslandi, sem (enn) er ekki í ríkiseign. Á ég að panic-a? Á ég að hringja í þjónustufulltrúann minn og öskra á hann? Eru eignignar hvort eð er ekki verðlausar þar sem þær eru taldar í krónum? Ég hélt að ég hefði selt íbúðina mína fyrir 169.000 evrur, en nú er sú upphæð dottin niður í 110.000 evrur. Íbúðin sem ég seldi og ætlaði að nýta mér til þess að koma mér fyrir í Svíþjóð hefur núna rýrnað um nærri því 40% á örfáum mánuðum.
En get ég eitthvað gert annað en að bíða rólegur?
Í gær var ég í heimsókn í fyrirtæki. Þar sagði framkvæmdastjórinn að stærsta vandamál fyrirtækisins væri að starfsfólkið væri einfaldlega ekki að vinna.
* * *
En hérna er ég að reyna að einbeita mér að því að vinna. Ég er að reyna að skipuleggja veitingastaðina mína, reyna að bæta matseðilinn, hanna nýtt markaðsefni og að semja við leigusala í Svíþjóð. Við höfum alltaf farið varlega í okkar rekstri. En núna virðist allt vera farið til fjandans í kringum okkur og maður getur ekkert gert.
Það er frekar óþægileg tilfinning.
Það er slæmt þegar að mistök og hálfvitaháttur annarra (hverra sem það svo sem eru) hafa svona mikil áhrif á líf manns án þess að maður geti nokkuð gert. Ég tók engan þátt í þessu fokking fyllerí sem að reið yfir þjóðina síðustu árin og varla get ég gert mikið núna þegar allt er farið í fokk. En samt tapa ég.
Æ, en ég er samt þrátt fyrir allt alveg ótrúlega hamingjusamur. Það er víst nóg af kreppu-tuði á bloggsíðum landsins.
Heyr,.. heyr!
Nei, þetta var ágætt. Þetta var hreinskilnara og skemmtilegra krepputuð en maður heyrir yfirleitt.
Já – það er frekar súrt að verða þunnur án þess að hafa fengið sér í glas.
Djöfull er þetta ömurlegt ástand. Ég var svo sniðugur þegar ég var lítill að í stað þess að kaupa nammi á laugardögum keypti pabbi fyrir mig hlutabréf – og nú í dag er allt horfið. 🙁