Á skíðum

Ég er staddur í litlu fjallaþorpi í Ölpunum með Margréti og góðum vinum.  Hef verið hérna á skíðum síðustu fimm daga í frábæru veðri og færi.  Ég hef ekki farið í svona skíðaferðir síðan ég var lítill strákur, þannig að ég var búinn að vera með verk í maganum fyrir ferðina.

Það er í raun svo langt síðan ég fór á skíði að ég hafði aldrei áður prófað carving skíði, sem allir virðast nota í dag.  En þrátt fyrir að ég hafi sennilega ekki skíðað í 10 ár þá var þetta ekkert mál og ég var tiltölulega fljótur að rifja upp gömlu taktana.

Við fórum í snjóbrettakennslu í gær, sem gekk sæmilega.  Ég datt sirka 50 sinnum, er aumur í höndunum, reif næstum því á mér nárann og sitthvað fleira.  Okkur fannst það þó hálfgerð sóun að eyða tímanum í barnabrekkunum á snjóbretti þegar að við gátum verið að skíða um allt svæðið.  Síðasti dagurinn á skíðum er á morgun og svo förum við aftur til Svíþjóðar á sunnudaginn.

One thought on “Á skíðum”

Comments are closed.