AIK, Dawkins, Wall Street og sænskt bíó

Já já já – punktablogg

  • Margrét bloggar um Så som i himmelen, mjög fína sænska mynd sem við horfðum á um þarsíðustu helgi.
  • Um þessa helgi leigðum við bíl og fórum í Skärholmen og svo í IKEA í Kungens Kurva.  Þegar þú kemur inní þá búð blasir við þér skilti þar sem þú ert boðinn velkominn í stærstu IKEA búð í heimi.  Ég veit ekki hverjum þykir það spennandi – ég er ekki einn af þeim.  En ég komst þó sæmilega heill úr þessari ferð.
  • Við keyptum tvær kommóður, aðra fyrir gesta/tölvu/lærdóms-herbergið og hina fyrir ganginn.  Þegar ég hafði baksað við það í nokkra klukkutíma að setja þetta saman þá komumst við að því að gólfið í ganginum (sem er upprunalegt trégólf) var svo skakkt að kommóðan getur ekki staðið nema að undir henni séu verulega þykk blöð.  Margrét bloggaði líka um þetta.
  • Annars horfði ég á sunnudaginn AIK verða Svíþjóðarmeistari í fótbolta.  Ég hef verið dálítið óviss um það hvaða lið ég styðji í sænska boltanum.  AIK er eina liðið sem ég hef séð spila og það fær mesta athygli hérna í Stokkhólmi.  Ég bý hins vegar á Södermalm og þar er meiri stuðningur við Hammarby (liðið sem að Pétur Marteinsson spilaði lengi með) en það lið er búið að vera hræðilegt í sumar og þeir enduðu tímabilið á því að falla úr efstu deild.  Núna vona ég bara að AIK komist inní riðlakeppni Meistaradeildarinar á næsta tímabili.  Það gæti verið skemmtilegt.
  • Í fyrradag horfðum við svo á fyrri hlutann á Root of All Evil?, sem er nokkuð skemmtileg sería þar sem að Richard Dawkins fjallar um trúarbrögð.  Ég las The God Delusion í Indónesíu og þetta er ágætis viðbót.
  • Við leigðum líka (erum reyndar í nokkurs konar Netflix klúbb sem heitir Lovefilm þar sem við fáum myndir sendar með pósti) Wall Street.  Ég horfði á hana fyrir allmörgum árum og datt í hug að það væri sniðugt að sjá hana aftur.  Hún eldist sæmilega vel.