Þetta er mynd tekin af mér rétt fyrir utan skrifstofuna okkar í gær. Ég var að bíða eftir Anders, sem vinnur með mér, þar sem við ætluðum að keyra til Sundbyberg til að tékka á stöðunni á nýja staðnum okkar.
Ég fer aldrei neitt hér á bíl, þannig að það var magnað að ég skyldi akkúrat vera í bíl í þessum snjóstormi.
Núna er Stokkhólmur ótrúlega jólaleg. Allt á kafi í snjó og verulega kalt, en veðrið í dag er samt þægilegt. Póstkortaveður, sem er fínt ef maður er bara vel klæddur. Ég er að klára flest vinnutengt hér í Stokkhólmi í dag en á morgun förum við Margrét heim til Íslands þar sem við ætlum að vera yfir jól og áramót.
Í dag þarf ég að klára jólagjafir handa starfsfólki og ýmis önnur mál. Í kvöld eigum við svo miða á 3D frumsýningu á Avatar, sem ég er verulega spenntur fyrir. Og á morgun er það svo flug heim.
Láttu okkur síðan vita hvernig þér fannst Avatar,..