Ég er aðeins að grúska í vefmálum fyrir Serrano og fór að spá í hvort við ættum að halda áfram að styðja við sérstaka farsíma útgáfu af heimasíðunni okkar. Þetta er nokkuð mikilvægt, sérstaklega hérna í Svíþjóð þar sem að stór hluti okkar kúnna kemur inná heimasíðuna okkar í gegnum síma.
Einsog ég sé þetta þá höfum við tvo möguleika.
1. Nota standard síðuna okkar líka á farsímum.
Á standard síðunni okkar er ekkert Flash og hún virkar án vandamála í Android og iPhone símum. Á henni hefur kúnninn aðgang að öllum hlutum á síðunni. Gallarnir eru að sumir hlutir kunna að sjást illa og kannski eru þetta full miklar upplýsingar fyrir þá, sem eru að leita að Serrano í símanum (og eru þá kannski einna helst að leita að matseðli, staðsetningu eða símanúmeri). Hægt er að prófa þessa útgáfu hér.
2. Hafa sérstaka farsímaútgáfu af síðunni
Kostirnir væru kannski helstir að það er einfaldara að finna hlutina á þeirri útgáfu og að textinn er skýrari. Gallarnir eru að það er smá vesen að halda úti tveimur útgáfum og að ekki eru allar upplýsingar á símasíðunni. Hægt er að prófa þessa útgáfu hér.
Hvað finnst þér? Ég væri mjög þakklátur ef þú gætir valið hvort þér finnst meira heillandi sem símanotandi í leit að rétta veitingastaðnum.
[poll=1]
Ég prófaði að heimsækja báðar útgáfur á iPhone (snertiskjár) og Nokia (með tökkum) rétt í þessu og mér fannst farsímaútgáfan auðveldari og þægilegri í báðum símum. Hún hleður margfalt fastar á 3G og eins og þú segir er auðveldara að nálgast valkostina í henni. Í venjulegu síðunni þarftu t.a.m. að klípa til að zoom-a á iPhone áður en þú getur séð almennilega valmyndina vinstra megin, en á Nokia-símanum var það meira vesen (þarft að hægrismella með músina yfir og velja ‘zoom’, o.sv.frv.).
Báðar síðurnar eru fínar en upp á hraða notkun þá er farsímavefurinn betri, að mínu mati.
Ég kann mun betur við að nota farsímaútgáfuna. Iphone notandi í 3 ár og leitast alltaf við að fara á mobile síður ef það er í boði.
Hins vegar gæti verið sniðugt að bjóða auðveldlega upp á að skoða alla síðuna.
Miðað við upptöku mobile internets á Íslandi í dag ættuð þið að hafa mobile síðu, engin spurning.
Slóðin ætti samt að vera m.serrano.is til að fylgja góðri praktík.
Getur svo látið „desktop” síðuna http://www.serrano.is lesa useragent þess sem kemur á síðuna og þegar síðan grípur að um farsíma sé að ræða má bjóða viðkomandi að fara frekar á mobile útgáfuna.
Já, ég var með þetta þannig, Gummi, áður en við hættum með Flash síðuna (það er að segja user agent dæmið). Þarf samt aðeins að grúska hvernig ég get leyft símanotendum að fara á aðalsíðuna (því þeim var alltaf vísað sjálfkrafa á símaútgáfuna)
Ég er einmitt á sömu línu og Daníel og Kristján – fíla betur vel gerðar iPhone síður heldur en að sjá standard vefsíðuna í símanum. En ég vil sjá hvað fleira fólki finnst.
Virkilega flott en þegar ég fer í Matseðill -> Burrito fer listinn yfir Serrano logoið. Annars virkar þetta fullkomlega.
Er með Nexus One, Android 2.2 default browser.
Iphone maður og alltaf hrifnari af góðum mobile síðum. Það skiptir hinsvegar miklu að komast auðveldlega á venjulegu síðuna og auðvitað að allar “mikilvægar” upplýsingar séu til staðar.
Pressan til dæmis festir mann inni á mobile síðunni sem inniheldur ekki alla pressupenna. Mér er fyrirmunað að komast út af mobile síðunni. (Þetta er kannski vinaleg ábending stóra bróðurs að vera ekki að þvælast á pressunni).
Ég veit ekki hvort þetta sé algjör væll en mér finnst óþarflega mikið af “klikkum” til að skoða matseðil. Ef ég væri til dæmis að skoða samanburð á Quesadillas og Burrito þá er mikið af klikkum fram og tilbaka. Skammtímaminni mitt býður ekki uppá svona vesen.
Ég er sammála öllum að ofan… en hér koma nokkrar hugmyndir
væri æði að sjá myndir af réttunum
gaman ef maður gæti borið saman réttina (t.d. innihald)
væri mögulega nytsamlegt að geta nálgast rétti eftir innihaldi (ég man ekki alltaf hvað er hvað)
væri gaman að geta merkt við rétti ef maður hefur pantað/borðað, a.m.k þannig að ég muni hvað mér finnst gott! 😉
einfalt yfirlitskort hvar staðurinn er og það sem væri enn betra – hvar í andsk. maður getur fundið stæði!
endilega leyfa fólki að senda ábendingar beint úr símanum, án þess að þurfa að hoppa yfir í email forrit
… o.s.frv.
Takk Egill, virkilega góðir punktar – sérstaklega varðandi stæðin – ég er alltaf á leiðinni að gera eitthvað í því. Geri ráð fyrir að þú eigir við sænsku staðina, þar sem það getur nú varla talist erfitt að leggja við þá íslensku.
Skoða hina punktana og hvað við getum gert auðveldlega.
Og takk líka fyrir þína punkta, Bjarni.
Skemmtilegar pælingar.
Er sammála flestum um að hafa sér mobile síðu.
Algjör óþarfi (og gæti pirrað einhverja) að festa hana samt í “apple looki” (þ.e back takkarnir og blái bar-inn efst).
Það er mikilvægt að gleyma ekki fjöldanum….það eru alls ekki allir með stóra smartsíma – fjöldinn er ennþá á “takkasímum”.
Prófaði serrano.is/m á nokia e51 (stýrikerfi symbian s60) og hún virkaði hvorki í default browsernum né Opera mobile. Ég fæ síðuna upp en takkarnir einfaldlega virka ekki.
Daníel, hérna í Svíþjóð myndi ég segja að meirihluti þeirra, sem yfir höfuð nota netið í símanum séu að gera það með Android og iPhone. (margfalt fleiri með iPhone). En það er rétt með Makka útlitið. Ég er sammála því.
Ég á ekki iphone og get því ekki prufað þetta en þetta er sniðugt dæmi engu að síður finnst mér.
einar: Ok, þekki það ekki – en mér finnst þetta vera svona hér á Íslandi, þ.e að minni tækin séu ennþá útbreiddari (þó það breytist auðvitað hratt)