Af því að það er þarna!

Fyrir einhverjum mánuðum stofnaði ég prófíl á Twitter, sem er alveg gasalega vinsælt dæmi í Bandaríkjunum.  Af einhverjum ástæðum hef ég aldrei nennt að uppfæra þetta, sennilega vegna þess að enginn af mínum vinum notar Twitter.  Reyndar má benda á það að flestir af mínum gömlu vinum vita varla hvað MæSpeis er, þannig að það var svo sem ekki nema von.

Allavegana Twitter er nokkurs konar míkróblogg, alltaf undir 140 stöfum, sem ég ætla að prófa að uppfæra úr tölvunni minni og símanum.  Þú getur séð Twitter míkróbloggið mitt hérna og einnig verður ávallt linkur hérna vinstra megin undir “Um Einar Örn“.  Ætla að skoða hvort þetta geti verið skemmtilegt.  Gæti reyndar alveg trúað því að þetta verði alveg óbærilega leiðinlegt.  En ég verð að prófa.

6 thoughts on “Af því að það er þarna!”

 1. Þannig að þú fékkst þér Twitter-síðu, fixxxaðir hana inná eoe.is sem lítinn fítus hér til vinstri, og svo siturðu heima hjá þér á föstudagskvöldi og Twitterar um veðrið fyrir utan gluggann?

  Mér líður illa yfir því að hanga á Liverpool Blogginu á föstudagskvöldi (helvítis veður), en til hamingju, þú ert enn meiri netfiktari en ég. 😉

  Spái því að þú verðir hættur að Twittera fyrir páska. Það er rétt hjá þér að þetta er ekkert gaman nema allir sem maður þekkir séu að gera þetta.

 2. Hey, þú lætur þetta hljóma illa, Kristján! 🙂

  Ég er reyndar búinn að fixa inn sniðugari lausn hérna til hliðar. En kannski tekst mér að koma af stað einhverri Twitter byltingu á Íslandi. HVER VEIT? Núna verð ég að halda þetta út framyfir páska svo þú hafir ekki rétt fyrir þér.

  Og ég var veikur í gær í vonda veðriðnu. What’s your excuse?

 3. Hurðu -er þetta ekki nokkurn vegin þetta sama og dúllídú á Facebook? Ég er kannske kúkú en ég held að ég sé búinn að tengja þetta saman núna. Júhú!

  Þinn gamli PjéErr

 4. Já, þetta Twitter lítur út fyrir að vera ágætis æfing fyrir mig til þess að reyna að stytta bloggin hjá mér. Þau eiga það til að verða allt of löng.

Comments are closed.