Afmæli og þynnka

Gærkvöldið var mun betra en helvítis föstudagskvöldið. Var með grillpartí fyrir vini og svo fórum við niður í bæ, þar sem voru víst einverjir tónleikar. Hins vegar var svo geðveikt mikið að gera á Serrano að ég þurfti að hjálpa til þangað til að flugeldasýningin byrjaði, þannig að ég sá ekkert af tónleikunum. By the way, í hvernig heimi lifum við þegar að Qurashi hitar upp fyrir Sálina og Stuðmenn! Af hverju spiluðu Quarashi ekki síðast?

Ég týndi svo öllum vinum mínum og auðvitað hrundi þetta GSM net hjá “Og Man United”. Ég fór á Hverfisbarinn að leita að fólki en enginn var þar. Svo loksins náði ég í vin minn, sem er með síma hjá Landssímanum (Guð blessi þessi ríkisfyrirtæki) og fór ég því á Sólon. Þar sá ég mína fyrrverandi, sem er alls ekki gott fyrir geðheilsu mína og vilja til að djamma. Á Sólon var samt fínt. Samt gerðist eiginlega ekkert þar inni.

Í dag á ég sem sagt afmæli.
Hvað vil ég í afmælisgjöf?
Að Liverpool vinni fucking Chelsea peningavélina. Þá verð ég glaður og hress og þá mun þessi þynnka hverfa einsog skot.

11 thoughts on “Afmæli og þynnka”

  1. Takk kærlega 🙂

    Jamm, þetta var hræðilegt með óskina mína. Maður biður um einn hlut í afmælisgjöf en fær það svo ekki. Til vara bað ég um 1 – Sæta og skemmtilega kærustu, 2 – Að Cubs ynnu deildina sína 3 – Að Liverpool yrðu enskir meistarar 4 – Endalok hungurs í heiminum og 5 – Frið á jörð.

    Víst að Liverpool óskin mín rættist ekki, þá vona ég að þetta komi í staðinn. :biggrin2:

Comments are closed.