Andvaka

Ég get ekki sofnað! Drakk of mikið af kaffinu hjá Jensa og Þórdísi.

Fokk!


Búinn að panta mér flug til London um næstu helgi. Sameina bissness og vonandi ánægju. Fundur næsta miðvikudag, þannig að ég hef laugardag-þriðjudag í London. Ég þarf virkilega á þessu að halda. *Reyna að hreinsa hausinn á mér.* Síðustu vikur og mánuðir hafa verið of skrýtnir, of flóknir. Of mikið vesen.

Er líka búinn að ákveða að fara út í fríið mitt í lok ágúst. Var ekki alveg viss, en er viss núna. Fékk smá bakþanka með að fara til Suð-Austur Asíu. Langar dálítið að fara til Mið-Ameríku. Tala spænsku borða tacos, dansa salsa og reyna við sætar, mexíkóskar stelpur.

Mexíkó eða Tæland? Mið-Ameríka eða Suðaustur-Asía. Ég verð að fara að ákveða mig. Held bara að ég þurfi að fara út sem allra fyrst. Reyna að byrja uppá nýtt. Gera hlutina öðruvísi. Hreinsa hugann. Gleyma öllu hérna heima, setja á mig bakpokann og fara á flakk. Hitta nýtt fólk á hverjum degi. Detta í’ða einhvers staðar þar sem enginn þekkir mig og ég þekki engann. Þar sem ég rekst ekki á neinn. Dansa við ókunnugar stelpur, heimsækja nýja staði. Láta mér leiðast á lestarstöðum og í rútum. Anda að mér mengun í stórborg. Sjá nýja hluti. Verða skotinn í stelpu í nokkra klukkutíma í ókunnugri borg.

Mig langar út….

20 thoughts on “Andvaka”

 1. Let me guess….er það erfið stelpa einu sinn enn sem er að gera þér lífið flókið þessa dagana Einar minn..?? Þessi færsla hljómaði allavega aðeins eins og fyrri færslur þegar svoleiðis vesen hefur verið að láta á sér kræla..Held að þú hafir gott af því að fara út annars, ég myndi skella mér til mexíco 🙂

 2. Sko… ef ég væri að velja á milli þá myndi ég pottþétt fara til Mexíkó – afþví að ég hef eiginlega aldrei farið þangað áður… en oft til Asíu. Samt er reyndar alltaf freistandi að fara á svipaðar slóðir aftur, amk er einhver ástæða fyrir að ég fer alltaf aftur til Asíu!!

  Annars skiptir voða litlu máli hvert þú ferð, þú átt pottþétt eftir að skemmta þér vel hvar sem er! 🙂

  Spurning kannski bara að tékka á ferðaskrifstofunum í London og sjá hvert er hægt að fá góða díla á flugmiðum? Amk myndi ég frekar velja Asíu ef flugmiðinn þangað væri helmingi ódýrari en til Mexíkó…

  uuu… flókið!

  kv frá Ástralíu
  P

 3. Hmm… held að þetta hafi verið blanda af ýmsum málum og svefnleysi var eitt af því. Lífið snýst nú um aðeins meira en stelpur, þannig að þær eru ekki upphaf og endir allra vandamála, þótt að þær séu hluti af vandanum. 🙂

  Annars, af hverju myndir þú fara til Mexíkó, Stína?

  Og jamm, Pálína, kannski er það bara ágæt hugmynd að fara inná ferðaskrifstofu og tékka á flugum. Kosturinn við Asíu er að vinur minn býr í Bangkok og ég myndi vera með honum í þónokkurn tíma. Ég er búinn að tapa kontakt við fyrrverandi kærustur og vini í Mexíkó, þannig að ég yrði meira einn á báti þar.

 4. Mig langar út. Út vil ek. Skil löngunina. Að vilja komast í víðáttu þar sem maður týnist. Þar sem maður er ekki þekkt andlit. Sjá nýja hluti. Nýtt fólk. Gleymast. Týnast.

  Undrast þó oft þessa sterku löngun. Kannski vegna þess að ég hef ekki farið utan í 34 ár…

 5. Ekkert er eins hollt fyrir sálina eins og að leita aftur í flökkueðlið sitt, sjá nýja staði og hitta heillandi fólk í 2 tíma á hverjum degi.

  Var að finna far fyrir félaga minn 14 ágúst í 2 vikur til Bangkok og það kostaði 5.006 danskar, beint flug frá Köben.

 6. En, agust.o, má ég spyrja: Af hverju? Efnahagsaðstæður? Flughræðsla? Hvað er málið?

  Ég bara trúi þessu ekki.

 7. Veit eiginlega ekki alveg af hverju ég myndi velja mexíco….reyndar þegar ég fer að hugsa útí það þá var þetta meira svona skot út í buskann…held það sé gaman að vera þar, geta farið á ströndina og þar sem þú talar jú spænsku ætti að vera gaman að rifja það upp aftur, einnig er ég ekki hrifin af austurlenskun mat en elska tacos þannig að maginn hafði smá um valið að segja líka :biggrin: Annars væri ég líka mikið til í austurlönd…myndi sennilega frekar fara þangað ef ég gæti verið með vini mínum þar….svo þetta er pínu erfið ákvörðun :blush:

 8. Þú gætir alveg orðið skotinn í stelpu í Þorlákshöfn. Mæli samt ekki með því.

  En hey, hvað með að hengja landakort á vegginn, binda fyrir augun og láta píluna ráða?

  Það ætti að vera random-takki á ferðaskrifstofum. Þú borgar miðann og ýtir svo á takkann, svo mætir þú bara útá flugvöll þar sem fluffurnar binda fyrir augun á þér og stinga eyrnatöppum á sinn stað. Svo lendiru bara þar sem þú lendir.

 9. Jamm, mér finnst bara Bangkok, Hanoi eða Mexico D.F. vera talsvert meira spennó en Þorlákshöfn. Kannski er það bara ég.

  En ferðaskrifstofuhugmyndin er nokkuð sniðug 🙂

 10. Tæland er snilld.. tala nú ekki um ef þu átt vin í þar… prufa eitthvað spennandi og nýtt 😉
  kanna nýja heimsálfu.. gaman gaman

 11. já eða feisa vandamálin og takast á við þau og fara svoooo út að skemmta þér og þurfa ekki að kvíða því að koma heim og þurfa ÞÁ að takast á við vandamálin 😉

  iii ýkt pirrandi og leiðinlegt komment! en MIG langar meira til asíu en ammríku svona ef þú vilt fá eitthvað mat á því hvert þú átt að fara :tongue:

 12. Voðalega var þetta eitthvað skynsamt svar, Katrín 🙂

  Annars er þetta nú ekkert vandamál, sem smá tími í burtu mun ekki laga. Þetta er ekki svo alvarlegt.

 13. En að túra helstu borgirnar sem þú nefndir í Veðurblogginu? Bhutan, Moldavía og Kákasus, hljómar einsog ævintýri fyrir mér…

Comments are closed.