Apple

Ég hef aldrei haldið því fram að Apple hafi fundið upp gluggakerfið. Þeir voru hinsvegar þeir, sem áttu mest í að fullkomna það og gera það vinsælt. Þegar Apple stýrikerfið var orðið vinsælt, þá varð Microsoft að gera eitthvað á móti.

Okei, það er endalaust hægt að rífast um þetta. En ég skil samt ekki hvað gummijoh hefur svona voðalega mikið á móti Apple. Annars er gaman að lesa síðuna hans, því það er alltaf nóg af Apple fréttum.