Apple hatur

Ég næ því ekki hvað gummijoh.net hefur svona voðalega mikið á móti Apple. Ég er nú Apple notandi og kann ágætlega við þetta fyrirtæki. Það er staðreynd að ef Apple hefði ekki verið til þá væri gummijoh ennþá að vesenast í DOS umhverfinu.

Annars hef ég ekkert sérstaklega mikið á móti Microsoft. Ég nota Microsoft Outlook og Explorer, einfaldlega af því að þau eru betri forrit en Eudora og Netscape. Hinsvegar er Windows 98 hrikalegur viðbjóður og kýs ég því frekar Mac OS9. Ég viðurkenni þó að Windows 2000 er betra, en ég á þó eftir að prófa Apple OSX, sem að sögn fróðra manna tekur Windows í nefið.