Árið 2004

Svona leit þetta blogg út árið 2004 þökk sé hinu íslenska Vefsafni, sem er afskaplega skemmtileg síða þar sem maður getur skoðað gamlar útgáfur af íslenskum vefsíðum.

Ég verð að segja að þessar færslur eldast bara furðuvel og útlitið er líka furðugott miðað við að það var gert fyrir fimm árum. Það besta við þetta er að tenglar virka líka innan Vefsafnsins. Þannig að vísun mín á aðrar íslenskar vefsíður frá því fyrir fimm árum virka enn þó að vísanirnar séu úreltar á sjálfu netinu.