Aukinn hraði

Fyrir ykkur, sem nota Firefox á PC þá er [þetta algjör snilld](http://rc3.org/cgi-bin/less.pl?arg=6887). Þetta jók hraðann á Firefox umtalsvert hjá mér.

Fyrir ykkur, sem notið Explorer á PC, í Guðanna bænum skiptið yfir í [Firefox](http://www.mozilla.org/products/firefox/). (via [A.wholeloattanothing](http://a.wholelottanothing.org/))

5 thoughts on “Aukinn hraði”

 1. Firefox er almennt skemmtilegri fyrir mitt leiti finnst mér popup blockerinn betri, spyware hefur ekki eins góða leið í gegn og tabbed browsing ætti að selja þetta hverjum sem er.

 2. Ég var líka að lesa að google væri búið að gera leitina enn hraðvirkari í firefox en það mun vera með því að leita að líklegum síðum notandans í bakgrunn á meðan hann er að sörfa annað -hvað finnst mönnum um það?

 3. Jammm. Ef ég á að bæta við þetta:

  Það er leitargluggi í horninu, sem hægt er að hafa þannig að maður leiti á Google, dictionary.com, amazon.com, about.com eða fullt af öðrum leitarsíðum. Mjög hentugt og ég nota þann glugga alltaf.

  Svo eru til tugir af “[extensions](https://addons.mozilla.org/extensions/?application=firefox)”, sem gera Firefox enn betri. Extensions gera fullt af sniðugum hlutum einsog t.d. að breyta slóðum alltaf í linka, leita á google að orði, sem þú velur á síðunni með því að hægri smella og svo framvegis.

  Einnig þá sýnir Firefox vefsíður eftir öllum almennum stöðlum, en Explorer framfylgir ekki öllum stöðlum. Þannig að það er mun betra að hanna fyrir Firefox.

 4. mesta snilldin er samt að geta skrifað “google katrín” í address barinn ef mar er td að leita eftir katrín
  já og tabbed browsing, ég ellllska það

Comments are closed.