Bækur

Ég ferðast… ég les. Afrakstur síðustu ferðalaga:

**[Bonfire of the Vanities](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0330305735/qid=1142893523/sr=8-1/ref=pd_ka_1/026-3498178-0664418) – Tom Wolfe**: Frábær bók! Á furðu vel við í dag, enda ástandið á Íslandi í dag kannski ekki svo ósvipað ástandinu í New York á þeim tíma þegar bókin er skrifuð. Frábær gagnrýni á yfirborðsmennsku, græðgi og snobb. Mæli með þessari bók fyrir alla.

**[Joe College](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/031228327X/qid=1142893585/sr=2-1/ref=sr_2_3_1/026-3498178-0664418) – Tom Perrotta**: ég elskaði Little Children eftir Perrotta. Joe College er virkilega skemmtileg en ekki alveg jafn frábær og Little Children. Mæli með henni, en mæli samt enn meira með Little Children.

**[The Tipping Point](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/1586217453/qid=1142893689/sr=2-1/ref=sr_2_3_1/026-3498178-0664418) – Malcolm Gladwell**: Gladwell fjallar um það hvernig “æði” verða til í dag. Hvað veldur því að hinir ýmsu hlutir (t.d. Airwalk skór) fara frá því að vera lítil merki til þess að allir verði að eiga þá á stuttum tíma. Mæli með þessu fyrir alla, sem hafa áhuga á markaðsmálum og viðskiptum.

**[A short history of tractors in Ukranian](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0141020520/qid=1142893798/sr=2-1/ref=sr_2_19_1/026-3498178-0664418) – Marina Lewycka**: Keypti mér þessa bók þegar ég beið eftir lest í Liverpool. Fjallar um úkraínskan innflytjenda í Bretlandi, sem ákveður að giftast stelpu, sem er 40 árum yngri en hann, dætrum sínum til mikillar skelfingar. Fín afþreying.

**Rokland – Hallgrímur Helgason**: Allir vita um hvað hún fjallar. Og Hallgrímur Helgason er snillingur. Semsagt, mjög góð bók.

Apríl verður mjög busy ferðamánuður hjá mér. Næ vonandi að komast yfir einhverjar af þeim 20 bókum, sem ég er búinn að safna upp.