BA ritgerðin mín – Áhrif veðurfars á fjarveru starfsmanna

Ég hef lengi ætlað að setja hérna inn BA ritgerðina mína frá því að ég stundaði hagfræðinám við [Northwestern](http://www.northwestern.edu). Um páskana var ég að gramsa í draslinu mínu og fann þar verðlaunin, sem ég fékk fyrir ritgerðina, og ákvað að setja hana hérna inn fyrir þá, sem kynnu að hafa áhuga á svona hagfræði-nördaskap.

Þegar ég las yfir ritgerðina núna áðan, þá var ekki laust við að ég saknaði daganna í skólanum – ekki endilega lífsins sem ég hef vissulega saknað þúsund sinnum áður, heldur þess að vera að grúska í hagfræði í háskóla. Ég var eiginlega búinn að gleyma því hvað mér finnst hagfræðin skemmtileg.

Ritgerðin fjallar um áhrif veðurfars á Íslandi á fjarveru starfsfólks. Hérna er abstract úr ritgerðinni og svo er tengill í hana hér að neðan:

The issue of worker absenteeism has been recognized as a serious economic problem, yet it has been the focus of surprisingly little research. In a sample of 1500 workers from seven different companies in Iceland, on average 2.9 percent of the workers were absent each day. Economists have cited wages, workplace security and worker happiness as the most important variables for determining worker absenteeism. This paper determines the effect of a number of variables on worker absenteeism, including differences in wages, union membership, workplace security and holidays, but particularly the effect of weather. By matching data on worker absenteeism with weather information, this paper demonstrates that weather can help explain why some workers are absent. This paper finds that when the weather is especially cold the percentage of absent workers increases by one-half percent.

Fyrir þessa ritgerð hlaut ég [Frederick S. Deibler verðlaunin](http://www.wcas.northwestern.edu/advising/awards/winner01.html) fyrir framúrskarandi BA ritgerð. Hérna er svo ritgerðin sjálf:

The impact of weather on worker absenteeism – 200kb PDF skjal

Það er kannski kaldhæðni örlaganna að ég hafi síðar farið útí bransa þar sem að fjarvera starfsmanna er jafn veigamikill þáttur í daglegum rekstri.

8 thoughts on “BA ritgerðin mín – Áhrif veðurfars á fjarveru starfsmanna”

 1. Töff ritgerð. Vissi ekki að þú hefðir fengið verðlaun fyrir hana á sínum tíma. Samt verð ég að segja að það kom mér á óvart að sjá að hún er “bara” 26 síður. Ég skilaði tæplega 80-síðna B.A.-ritgerð í bókmenntafræði núna í maí. Ég gerði ráð fyrir að það væri standard lengd á slíkum ritgerðum í öllum fögum, en það er greinilega misjafnt. Ég er ekki að segja að það sé betra eða verra, alls ekki, bara kom mér á óvart að sjá muninn.

 2. Geri ráð fyrir því að standard lengd á hagfræðiritgerðum sé mun styttri en í bókmenntafræði. Það getur til dæmis legið margra daga vinna á bakvið eina formúlu eða eina töflu í hagfræðiritgerð, en væntanlega þarf að nota fleiri orð í bókmenntafræðinni.

 3. Þetta með lengdina er að miklu leyti irrelevant við gæði ritgerðarinnar, sem er náttúrulega það sem máli skiptir.

  Ritgerðin sem ég er að skrifa (í heimspeki) á að vera 20-30 síður (sennilega grein sem “þarf að nota fleiri orð”), en félagi minn í hagfræði er, til samanburðar, að skrifa ritgerð upp á 40-60 síður ef ég man rétt.

 4. Já það getur haft áhrif hver greinin er. Við gætum t.d. sagt eins og þú komst inná að reikniformúla í hagfræðiritgerð sé á við 5bls. kafla í bókmenntaritgerð. Ég hef ekkert nema orðin til að koma pointinu til skila í bókmenntafræðinni.

  Og Einsidan, ég veit að lengdin hefur ekkert með gæðin að segja, enda var ég ekki að halda því fram. Bara kom mér á óvart að ritgerðir gætu verið svona misjafnar að lengd á milli námsgreina, hafði aldrei hvarflað að mér.

  Hitt er svo annað mál að umfjöllunarefni ritgerðarinnar er stórmerkilegt. Ég átti allavega erfitt með að drulla mér á skrifstofuna í þessu veðri sem var hérna í morgun. 😉

 5. en fyndið og skemmtilegt viðfangsefni 🙂

  af hverju ræðuru ekki bara eldri konur í vinnuna á styttri vaktir? helst eldri konur utan af landi. þá ættirðu alveg að vera með etta. það er ekkert að marka unglinga. þeir eru flestir óalandi og óferjandi.

  friður 🙂

  m

 6. Pingback: eoe.is » 30

Comments are closed.