Baros & Carragher

Þetta tímabil hjá Liverpool ætlar að vera alveg svakalegt. Áður en að tímabilið byrjar meiðist Dietmar Hamann, einn mikilvægasti leikamaður liðsins. Það sást greinilega á fyrstu leikjunum að þeir söknuðu hans mikið.

Síðan meiðist Stephane Henchoz, sennilega mikilvægasti varnarmaður liðsins. Liðinu tekst þó að aðlaga sig með að nota Igor Biscan í miðvörð, sem hefur staðið sig frábærlega.

Liðið virðist vera að komast á skrið. Hafa leikið frábæran sóknarbolta í síðustu tveim leikjum, sem báðir hafa unnist örugglega gegn sterkum liðum, Blackburn og Everton. Og hvað gerist þá? Jú, Milan Baros meiðist og verður frá í sex mánuði. Það þýðir að Emile Heskey þarf sennilega að vera í liðinu. Guð hjálpi okkur öllum!

Og til að bæta gráu ofan á svart, þá er Jamie Carragher líka fótbrotinn og verður frá í 6 mánuði.

Að mínu mati á Houllier að gera allt til að þurfa ekki að setja Heskey inná. Heldur myndi ég setja Murphy inní liðið og setja einhvern af miðjumönnunum í framlínuna, það er annaðhvort Smicer, Kewell eða Diouf (sem virðist heldur betur vera að nálgast form sitt frá því á HM). Einnig má reyna að koma Pongolle, unga Frakkanum inní liðið. Geðheilsa mín meðhöndlar það bara ekki að horfa á Heskey í hverjum leik.

7 thoughts on “Baros & Carragher”

  1. Það er rétt hjá þér (ég sá náttúrulega ekki leikinn). Samt sem áður, þá fannst mér allavegana í fyrra sóknarleikurinn alltaf breytast þegar Heskey kom inná. Menn byrjuðu á þessum löngu háu boltum inná Heskey.

    Auðvitað vonar maður innst inni að Heskey fari að geta eitthvað. Það sá allir hvað hann var góður þegar Liverpool unnu þrennuna.

    Núna væri líka gaman að leyfa Pongolle að spreyta sig. Ég held þó að Houllier vilji ekki breyta miðjunni alltof mikið enda eru framherjarnir þar allir að standa sig frábærlega, Smicer, Diouf og Kewell.

  2. Ég sá leikinn ekki heldur en er búinn að liggja í netmiðlunum síðan í gær 🙂

    Ég er að vonast til að þessi “nýja” miðja Liverpool muni halda velli og valda því að Liverpool spili áfram skemmtilegan fljótandi bolta. Meðan Smicer er að standa sig á miðjunni á móti Everton og Blackburn á útivelli er ég bjartsýnn.

    Le Tallec kom svo inn á síðustu fimm mínúturnar í gær og var víst að gera mjög góða hluti, sendi Owen a.m.k. einu sinni í gegn einn á móti einum og átti einnig gott skot.

    Þú gleymir reyndar að telja Kirkland með í meiðslalistanum, nú krossar maður putta og vonar að Dudek meiðist ekki. Það yrði hrikalegt.

  3. Jamm, ég er sammála þessu með miðjuna. Það er í raun spurning hvort að Hamann og Gerrard eigi að vera í liðinu. Ég held að Gerrard sé betri einsog hann spilar í enska landsliðinu, þar sem hann er varnarsinnaðri miðjumaðurinn. Þegar hann er með Hamann, þá er Gerrard sá sóknarsinnaðri, þannig að allt verður varfærna í spili liðsins.

    Þrátt fyrir að Gerrard sé frægur fyrir langar og góðar sendingar, þá finnst mér hann vera meiri svona baráttuhundur einsog Keane og Vieira og því ætti hann frekar að hafa einhvern sóknarsinnaðan á miðjunni með sér (einsog t.d. Smicer eða Le Tallec).

  4. Ekki líta framhjá því að Liverpool spilaði blússandi sóknarleik í gær þrátt fyrir að Heskey spilaði næstum allan leikinn, Owen hefði víst getað skorað sex – komst þrisvar-fjórum sinnum einn í gegn en náði ekki að koma tuðrunni framhjá Friedel, þannig að þrátt fyrir Heskey var Liverpool að gera eitthvað rétt í gær. Menn geta afgreitt þetta með því að Blackburn hafi verið einum færri, en oft hefur Liverpool átt erfitt með klára svoleiðis leiki.

    Ég hef trú á því að Heskey muni sanna sig, skora grimmt í næstum leikjum.

  5. Það er rétt hjá þér (ég sá náttúrulega ekki leikinn). Samt sem áður, þá fannst mér allavegana í fyrra sóknarleikurinn alltaf breytast þegar Heskey kom inná. Menn byrjuðu á þessum löngu háu boltum inná Heskey.

    Auðvitað vonar maður innst inni að Heskey fari að geta eitthvað. Það sá allir hvað hann var góður þegar Liverpool unnu þrennuna.

    Núna væri líka gaman að leyfa Pongolle að spreyta sig. Ég held þó að Houllier vilji ekki breyta miðjunni alltof mikið enda eru framherjarnir þar allir að standa sig frábærlega, Smicer, Diouf og Kewell.

  6. Ég sá leikinn ekki heldur en er búinn að liggja í netmiðlunum síðan í gær 🙂

    Ég er að vonast til að þessi “nýja” miðja Liverpool muni halda velli og valda því að Liverpool spili áfram skemmtilegan fljótandi bolta. Meðan Smicer er að standa sig á miðjunni á móti Everton og Blackburn á útivelli er ég bjartsýnn.

    Le Tallec kom svo inn á síðustu fimm mínúturnar í gær og var víst að gera mjög góða hluti, sendi Owen a.m.k. einu sinni í gegn einn á móti einum og átti einnig gott skot.

    Þú gleymir reyndar að telja Kirkland með í meiðslalistanum, nú krossar maður putta og vonar að Dudek meiðist ekki. Það yrði hrikalegt.

  7. Jamm, ég er sammála þessu með miðjuna. Það er í raun spurning hvort að Hamann og Gerrard eigi að vera í liðinu. Ég held að Gerrard sé betri einsog hann spilar í enska landsliðinu, þar sem hann er varnarsinnaðri miðjumaðurinn. Þegar hann er með Hamann, þá er Gerrard sá sóknarsinnaðri, þannig að allt verður varfærna í spili liðsins.

    Þrátt fyrir að Gerrard sé frægur fyrir langar og góðar sendingar, þá finnst mér hann vera meiri svona baráttuhundur einsog Keane og Vieira og því ætti hann frekar að hafa einhvern sóknarsinnaðan á miðjunni með sér (einsog t.d. Smicer eða Le Tallec).

Comments are closed.