Bla bla bla Röfl bla bla bla

Jæja, Liverpool tókst að eyðileggja enn einn sunnudaginn fyrir mér.

Laugardagskvöldinu eyddi ég heima hjá mér. Horfði á vídeó og reyndi að sannfæra sjálfan mig um að það væru einhverjir kostir við það að sitja einn heima og horfa á DVD á laugardagskvöldi. Það gekk hins vegar erfiðlega.

Ég komst líka að því að það að vera single fer ekki svo mikið í taugarnar á mér. Það sem fer fyrst og fremst í taugarnar á mér er það að eiga enga vini, sem eru single. Ég á fullt af frábærum vinum, en þeir eru annaðhvort giftir eða í langtíma samböndum.

Einhvern veginn þá finnst mér þeir verða ólíkari mér með hverju partíinu sem ég fer í. Ég er 26 ára, sem er ekki neitt, en með sumum af vinum mínum líður mér einsog ég sé litli óþekki krakkinn í hópi hinna fullorðnu. Á meðan að allir vilja fara heim að sofa, vill ég fara í bæinn. Kannski tekst mér að draga einn eða tvo vini með mér og þarf þá að þola illt augnaráð frá kærustum þeirra, sem vilja miklu frekar að strákarnir fari heim að sofa heldur en að þeir séu að djamma með mér. Ég fæ hálfpartinn samviskubit yfir því að reyna að draga einhverja vini með mér á djammið.

Ó, stundum langar mig helst að fara aftur út til Bandaríkjanna til alla single vina minna. En auðvitað er þetta ekki vinum mínum að kenna og það er kannski ekki sanngjarnt að ég sé að röfla yfir þessu. Ég væri bara til í að eiga einhverja single vini. Það væri indælt. 🙂


Á föstudag fór ég á Kaffibrennsluna og drakk nokkra bjóra. Akkúrat nógu marga bjóra til að verða ekki fullur, en nógu marga til að verða þunnur daginn eftir. Því var það ekki gaman að vera vakinn klukkan 10 í gærmorgun. Eyddi deginum á Serrano í ýmsum matarpælingum. Þar erum við að hugsa um nokkrar breytingar, sem eru smáar en mikilvægar.

Vegna djammskorts í gær vaknaði ég snemma í dag, fór í World Class og var í frábæru skapi þegar ég settist niður við sjónvarpið til að horfa á Liverpool.

Síðasta sunnudag hét Friðrik vinur minn því að hann myndi ekki koma aftur í heimsókn og horfa á Liverpool vegna þess hversu lélegan fótbolta Liverpool lék. Við erum báðir með lélegt minni og því var hann aftur mættur til mín í dag, þar sem við horfðum á annan hörmungarleikinn í röð.

Ég er farinn að efast um geðheilsu Houlliers. Hvernig honum dettur í hug að byrja leikinn með Emile Heskey á vinstri kanti og Diouf ekki einu sinni í hópnum er ofar mínum skilning.

Allavegana, leikurinn var hörmung, einsog maður er nú orðinn vanur. Ég rakst á þennan póst á aðalspjallborðinu á Liverpool heimasíðunni. Mér fannst þetta fyndið.

EXLUSIVE: Houllier’s team for Thursday’s UEFA cup match

GoalKeeper: Scmicer
Right-Back: Kewell
Left-Back: Baros
Centre-Back: Owen
Centre-Back: Biscan
Right-Wing Henchoz
Left-Wing: Hyppia
Central-Midfield: Pongolle
Central-Midfield Houllier (Capt) Pen taker/Free kicks
Forward: Dudek
Forward: Kirkland

Æi, hættu núna Houllier. Plííííís!

2 thoughts on “Bla bla bla Röfl bla bla bla”

  1. Ég skil þig svo vel!!! 😡 Hvað er það í þjóðfélaginu sem gerir það að verkum að það er hreinlega pressa á fólk að finna sér lífsförunaut fyrir 25 ára aldur? Ég vil einhleypa vini og vini sem eru ekki fluttir til útlanda. 😡

  2. hihi hæ sara :biggrin: er gaman :laugh: er bara að gá hvort etta virkar 🙂 :tongue: lol

Comments are closed.