Blindskák

Helgi Áss, fyrrum bekkjarfélagi minn úr Verzló, sló í gær Íslandsmetið í blindskák þegar hann tefldi við 11 manns.

Þetta er alveg hreint ótrúlega magnað. Ég man að í Verzló þá tefldi ég, ásamt tveimur öðrum strákum úr bekknum, blindskák við Helga inná Marmara. Ég er nú enginn skák sérfræðingur en tel mig vera skítsæmilegan. Ég hélt nú að ég myndi allavegana eiga séns, þar sem þetta var nú einu sinni blindskák og hann var að tefla við tvo í viðbót. En andskotinn sjálfur, Helgi mátaði okkur alla á einhverjum 10-15 mínútum.

Ég bara hreinlega get ekki skilið hvernig þetta er hægt.

5 thoughts on “Blindskák”

Comments are closed.