Blog MD – flokkun á vefleiðurum

Blog MD er athyglisverð síða, sem ég rakst á í gegnum Movabletype

Síðan er samstarfsverkefni nokkurra manna, sem eru áhugamenn um vefleiðara á netinu. Tilgangur verkefnisins er að ákveða ákveðna staðla yfir það hvernig metadata hverrar síðu skuli vera. Þannig ættu lesendur auðveldlega að geta leitað sér að efni við sitt hæfi á meðal þeirra meira en hálfra milljóna vefleiðara í heiminum.

Metadata eru upplýsingar, sem tæki einsog leitarvélar nota til að flokka niður vefsíður. Metadata inniheldur nafn síðunnar, lýsingu á henni, tungumál og fleira. Annars er fróðlegt fyrir þá, sem skrifa á netið að kynna sér betur tilgang Blog MD