Blogg, veikindi og fleira

Ég er orðinn verulega pirraður á því að vera veikur. Ég er búinn að vera heima alla helgina og ákvað því að drífa mig í vinnuna í morgun, þrátt fyrir að ég væri raddlaus og hefði hóstað upp hálfum lungunum fyrir morgunmat.

En ég gafst upp innan klukkutíma og kom heim, fór að sofa og er svo búinn að hanga á netinu og spila Halo2 síðan þá. Það er svosem ágætt, en ég nenni þessu varla annan dag.


Annars eru [hér athyglisverðar pælingar](http://www.jupiterfrost.net/gamalt/2005/01/08/04.48.22/index.php) hjá Kristjáni um bloggsíður. Hann leggur uppfrá þeirri spurning hvort að allir Íslendingar séu með blogg.

Það er skrítið hvernig bloggið hefur komist í tísku meðal sumra hópa á Íslandi undanfarin ár. Af mínum vinahóp þá bloggar bara einn fyrir utan mig, [Jens](http://www.jenssigurdsson.com/) (sem mér finnst reyndar skemmtilegasta blogg á landinu, hvort sem það er vegna vináttu eða þess að hann sé bara svona skemmtilegur). Í sumum vinahópum virðast hins vegar allir blogga.

Einsog ég sagði í kommentum hjá Kristjáni þá lenti ég í því fyrir einhverjum mánuðum að ég var hrifinn af tveimur stelpum. Eitt kvöldið í leiðindum, þá komst ég með einfaldri leit á blogspot, folk.is og central.is að þær voru *báðar* með bloggsíður. Það þykir mér nokkuð magnað, þar sem hvorki aðstæður né áhugamál þeirra myndu benda til þess að þær héldu út slíkri síðu. Að maður geti tekið einhverjar tvær random stelpur á Íslandi og fundið að þær eru akkúra báðar með blogg er að mínu mati magnað. Ég efast um að það myndi virka annars staðar. Eða kannski var þetta bara fáránleg tilviljun.

Líkt og Kristján hef ég líka oft á tíðum verið að finna blogg hjá ætttingjum, gömlu skólafélögum og jafnvel fólki, sem ég vinn með. Það þykir mér alltaf jafn fyndið.


Kottke.org [bendir á](http://www.kottke.org/05/01/listening-with-affection-and-excitement) góð ráð varðandi það að [hlusta betur](http://www.globalideasbank.org/site/bank/idea.php?ideaId=2274):

>Now before going to a party, I just tell myself to listen with affection to anyone who talks to me, to be in their shoes when they talk, to try to know them without my mind pressing against theirs, or arguing, or changing the subject. No. My attitude is: ‘Tell me more. This person is showing me his soul. It is a little dry and meager and full of grinding talk just now, but presently he will begin to think, not just automatically to talk. He will show his true self. Then he will be wonderfully alive.’

Ég hef ekki strengt nein áramótaheit, en ég er sammála Kottke um að það væri gott áramótaheit að reyna að hlusta betur, sérstaklega þegar ég horfi aftur á síðustu vikur og mánuði. Ég geri mér grein fyrir að ég er ekki nærri því nógu góður í því.

One thought on “Blogg, veikindi og fleira”

Comments are closed.