Bloggarablogg

Á þessari síðu eru akkúrat núna 3 myndir af Ingibjörgu Sólrúnu! Ég held að Stefán og Björn Bjarna ættu að stofna klúbb. Þar gætu þeir hist og skipst á hatursgreinum um Ingibjörgu. Á síðunni má líka finna besta titil á pistli, sem ég hef séð í langan tíma: OECD styður Sjálfstæðisflokkinn. Stórkoslegt!

Og já, ég hitti Guðmund Svansson bloggara á Hverfisbarnum. Just for the record, þá er myndin af mér 10 mánaða gömul, var tekin fyrir háskólaútskriftina. Ég held að ég hafi ekki breyst neitt svakalega síðan þá. Og ég er 180 cm hár! Hvað hélt hann eiginlega að ég væri hár?

17 thoughts on “Bloggarablogg”

 1. Svona 190:) Einhvern veginn fannst mér bara af myndinni að þú værir hávaxinn:tongue:

  Hitt er svo annað mál að ég hef oft rekið mig á það áður að þekkja ekki fólk sem ég hef séð á mynd – og svo var ég kannski ögn meira í glasi en mér er um að viðurkenna. :blush:

 2. Vefþjóðviljinn er duglegur að minna Ingibjörgu og stuðningsmenn hennar á hvaða mann hún hefur að geyma. Sjá “heimasíðu”.

 3. Vefthjodviljinn a adeins eitt sameiginlegt med gamla Thjodviljanum. Hann segir i besta falli halfan sannleika.

  I samanburdi vid Gud Almattugan Sjalfstaedismanna tha er Ingibjorg hreinasta gaedablod.

 4. Ég held að einfeldni þessa ágæta Stefáns skíni ágætlega í gegn í ummælum hans um deCode.. held að hann ætti að halda sig við að lýsa skólastarfinu sínu og morfís.. og hvað er málið með að treysta ekki Fréttablaðinu ?, hafa þeir gert eitthvað rangt ?

 5. Mér þætti nú gaman að sjá Ragnar benda á eins og EIN ósannindi á Vefþjóðviljanum. Gildir einu hvort það er nýlegt eða frá 1997. Ein ósannindi nægja.

 6. Það að segja hállfann sannleika þýðir ekkert að það sé verið að segja ósannleik, heldur bara ekki allann sannleikan til að reyna sýna málin í því ljósi sem hentar þeim best.

  Fólk þarf að vera mjög barnalegt til að trúa því að annar aðilinn hafi svona rosalega rangt fyrir sér einsog Vefþjóðviljinn vill halda fram. Það er einsog þau haldi að Sósialdemokratismi sé bara eitthvað sem Ingibjörg Sólrún hristi frammúr erminni en ekki stjórnmálahugsjón sem hefur byggt upp mestalla verstræna evrópu sem býr að opnara og stöðugra hagkerfi en við. (enda er allur frjáls markaður íslendinga tilkominn útaf EES samningnum)

 7. Ég vil nú bara taka upp hanskann fyrir Stefán Einar, góðkunningja minn, og segja að heimurinn væri mun litlausari ef ekki væri fyrir menn á borð við hann 🙂

 8. Geir: Sjá Jónas Tryggva að ofan.

  Vefþjóðviljinn ber ábyrgð á mestöllum sóðalegasta hálfvitaáróðri sem ég hefi lesið. Það var reyndar ein grein rituð þar sem ég var sammála. Ein. Man ekki hver.

 9. bíó: Ég sendi eitt stykki póst á Vefþjóðviljann varðandi þessar ábendingar Jóns Steinssonar, enda treysti ég mér ekki til að kafa ofan í skjalasafn bandarískra efnahagsmála. Úff. Finnst samt ekkert sniðugt að sjá ágreining um einfaldar tölur. Athyglisvert orðalag samt:

  “..er auðvelt að reikna út að..”
  “..er auðvelt að sjá..”

  ..svona eins og þetta séu allt “duldar” upplýsingar. Sei sei.

  Þetta með að allur hinn magnaði og sögulegi árangur í efnahagsstjórn á Íslandi síðasta áratug sé einfaldlega náttúrulögmál í skjóli EES má kallast sorglegasti áróður ESB-sinna fyrr og síðar. Minni á að Ingibjörg Sólrún sjálf kaus GEGN þeim merka samning á sínum tíma.

  Vefþjóðviljinn segir ekki hálfsannleika. Þvert á móti hefur hann, amk upp á síðkastið, vísað grimmt í heimildir og tilvitnanir máli sínu til stuðnings. Glettni í orðalagi truflar eflaust andstæðinga sjónarmiða Vefþjóðviljans og ætla ég að hafa það að kenningu í bili.

 10. Geir heldur fram óskeikulleika Vefþjóðviljans og skorar á menn að benda á eina rangfærslu, og þegar þér er bent á upptalningu á nokkrum rangfærslum Vefþjóðviljans, þá segir hann “sei sei” eins og til að moka sandi yfir þá staðreynd að hann varst feisaður big time. Híhí :laugh:

 11. Ég er ekki á leiðinni í einhverja keppni um leit að staðreyndavillum í Vefþjóðviljanum við Geir. Geir vildi einfaldlega fá dæmi um staðreyndavillu í Vefþjóðviljanum og fékk hana. Í sjálfu sér ekkert meira um það að segja.

  ..en Geir sendi samt póst á Vefþjóðviljann hehe (hvaða máli skipti það?)

  Vefþjóðviljinn gerir hluti sem mér finnst vera vanmetnir á Íslandi. Þeir kafa ofan í hlutina og fjalla oft ítarlega um tiltekin mál. Fjalla ítarlega um mál sem enginn annar fjallar um. Þeir kafa ofan í gömul ummæli pólitískra andstæðinga. Auðvitað slíta þeir þau oft úr samhengi en ég held að gremja vinstri manna felist oft í því að fáir vinstri menn nenna að nördast jafn mikið til að klekkja á hægri mönnum. Ég sé til dæmis engan ryfja upp ummæli Sjálfstæðismanna um byggðastefnu eða “Nýs afls” um fiskeldi. Slíkt væri þó alveg hægt.

  Vefþjóðviljinn er náttúrlega ofsalega ósmekklegur oft á tíðum. Með tiltekna vinstri menn á heilanum og skrifar lítið um gagnrýni (þeir gera það þó) á Sjálfstæðisflokkinn þó að gjörðir hans séu væntanlega allt allt aðrar en þeir hefði viljað. Þeir hafa gagnrýnt fæðingarorlofið en í sjálfu sér er ekkert svona eitt mál sem ég man eftir til viðbótar sem þeir gagnrýndu almennt. Engin svona pólitískt vinsæl mál þar fyrir utan.

  Frá mínum bæjardyrum snerist þessi umræða ekkert um ISG, krata eða hverjir eru best fallnir til að stjórna landinu.

  Ég veit ekki alveg af hverju Geir var líka að segja að ISG hefði greitt atkvæði á móti EES. Ef kratar halda því fram að EES hafi verið æði og Sjálfstæðismenn því fram að DO hafi verið maðurinn á bak við hagsældina (en ekki EES) og að EES hafi ekki skipt neinu máli…. þá spyr ég. Af hverju skiptir það Sjálfstæðismenn máli yfir höfuð hvort einhver greiddi með eða á móti samningnum (var þetta hvort sem er ekki svo ómerkilegt)?

  (ég fæ greinilega smá bloggútrás í kommentakerfinu hans EOE).

  Annars bið ég GÁ um að skilja kveðju til sjálfs síns og annarra kappa í Köben.

  kv
  bió

 12. Það er kannski til marks um að maður hafi hugsandi lesendahóp að færsla um ekki neitt hafi allt í einu leitt af sér komment með beittri gagnrýni á hægrisinnað vefrit.:smile:

  Vefþjóðviljinn er náttúrlega ofsalega ósmekklegur oft á tíðum. Með tiltekna vinstri menn á heilanum og skrifar lítið um gagnrýni (þeir gera það þó) á Sjálfstæðisflokkinn þó að gjörðir hans séu væntanlega allt allt aðrar en þeir hefði viljað

  Ég er alveg sammála þessu Björgvin. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég les sjaldan Andríki. Fyrirlitning þeirra á Össuri og Ingibjörgu er þvílík að þeir eiga bágt með að skrifa greinar um þau án þess að kalla þau vindhana eða öðrum nöfnum. Það gerir skrifin ómarkviss.

  Svo finnst mér það alltaf jafn skrítið að Sjálfstæðismenn skuli líta á Samfylkinguna sem einhvers konar hugmyndafræðilegan höfuðandstæðing. Og það virðist vera að XD menn hafi mesta óbeitina á þeim, sem eru næst þeim í skoðunum innan Samfylkingarinnar. Þetta er skrítið. Ég tel að þessir flokkar eigi margt gott sameiginlegt. Það dettur hins vegar engum í hug að skrifa um það.

  Þess vegna held ég einmitt að draumstjórnin mín, Samfylkingin og D verði seint að veruleika :confused:

 13. Vefþjóðviljinn er snilld þótt misútreiknaðar hagfræðitölur séu auðvitað ekkert gamanmál, viðurkenni það (aftur – kannski sé þörf á því nokkrum sinnum til áherslu fyrir suma).

Comments are closed.