Bloggnördatal

Æ, þessi Bachelor þáttur er alltof langur. Er orðinn þreyttur á þessu. Og Guð minn góður, ég nenni ekki að horfa á Herra Ísland. By the way, þeir sem hafa ekki lesið grein Toggapop um keppnina ættu að gera það núna (variði ykkur bara á brjóstamyndinni :-)).

Annars, þá var Jason Kottkeendurhanna vefsíðuna sína á svo ótrúlega einfaldan og skemmtilegan hátt að maður trúir því hálfpartinnn ekki að engin hafi gert þetta áður.

Hann setur allar færslur, sama hvers lags þær eru, á sama stað á síðunni. Í stað þess að hafa sumar tegundir af færslum til hliðar við aðalefnið, þá setur hann allt í aðaldálkinn. Þetta er svo einfalt og sniðugt að mig langar til að gera það sama.

Ég hef alltaf verið að spá í að bæta við tenglum á athyglisverðar færslur, sem ég nenni ekki að skrifa um og svo einnig tengla á þær færslur, sem ég hef kommentað við hjá öðrum. Ég þarf bara að finna einhverja leið til að gera þetta á einfaldan hátt.

Er búinn að búa til sér blogg, sem ég pósta á þegar ég kommenta á öðrum vefsvæðum. Er hins vegar ekki búinn að klára neitt template, þannig að það kemst ekki í gagnið strax.

Ég þarf svo að finna einfalda leið til að sameina þær færslur hinum færslunum á aðalsíðunni.